Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Blaðsíða 81
Helgimyndir og myndbrjótar
við þessar myndir, finna þeir lil samkenndar með liinum heilögu og löngunar
til að feta í fótspor þeirra, segja dýrkendur þessara helgu mynda.
Þegar síðustu ofsóknum gegn mynddýrkendum lauk árið 843 með dauða
hins armenska keisara Leós V, voru íkónar aftur leiddir til öndvegis í hinni
kaþólsku kirkju, og var það gert samkvæmt valdboði Theodóru keisarynju.
Þessa sigurs er enn minnzt í Austurkirkjunni á 1. sunnudegi í föstu. Hm
fornu rök guðfræðinga þeirra í Austurkirkjunni er fastast vörðu mynddýrk-
un, skrif manna eins og Jóhannesar frá Damaskus og Theódors frá Studíum,
en þeir voru báðir teknir í helgra manna tölu, eru í meginatriðum hin sömu
og guðfræðingar þessarar kirkju færa máli sinu til stuðnings nú á 20. öld.
T. d. farast rússneska guðfræðingnum Nikulási Zernov svo orð um íkóna og
dýrkim þeirra:
„Ikónarnir voru í augum hinna trúuðu ekki aðeins málverk. Þeir voru
lifandi tákn um andlegan kraft mannsins, og mátt hans til að endurleysa
sköpunarverkið í krafti fegurðar og listar. Litir og línur íkónamyndarinnar
áttu ekki að líkja eftir náttúrunni; listamennirnir leituðust við að sýna, að
mönnum, dýrum og plöntum og sköpuninni allri mætti bjarga frá niðurlæg-
ingu sinni og endurreisa í sinni réttu mynd. Ikónarnir voru fyrirheit um sigur
hinnar endurleystu skepnu yfir hinni föllnu . . . Lislræn fullkomnun í lielgi-
myndinni var ekki aðeins endurspeglun á himneskri dýrð - hún var áþreif-
anlegt dæmi um efni sem á ný hafði endurheimt fyrra samræmi og fegurð og
skyldi þjóna sem verkfæri Andans. íkóninn var hluti af hinum ummyndaða
alheimi.“
Eins og fyrr segir, litu margir kristnir menn á íslam eða múhameðstrú
fvrstu aldirnar sem nýja villukenningu kristna, og vissulega eru þessi trú-
arbrögð skyld og lík um margt, þar sem þau eru bæði greinar af hinum aldna
meiði Gyðingdómsins. Mér er þó ekki grunlaust um að i mynddeilum 8. og 9.
aldar hafi skýrzt munur þessara trúarbragða og þeirra lífsviðhorfa er að
baki liggja. íslömsk mynd- og skreytilist einkennist af hinum óhlutlægu
myndum, geometrisku mynstrum og formum, þannig að enginn þarf að fara
í grafgötur um það, hvort heldur hann stendur í bænhúsi í Fez í Marókkó
eða mosku austur á Java, að hann er á menningarsvæði íslams. Enga slíka
alhæfa samkennd er að finna í kristinni helgilist. Það er ekki aðeins að hún
hafi á 9. öld brotizt undan viðjum púrítana er vildu leggja á hana fjötur
strangrar forskriftar eða gera hana útlæga með öllu úr helgidómum sínum,
heldur hefur hún fóstrað hinar ólíkustu stíltegundir og veitt listamanninum
meira svigrúm og frjálsræði en fundið verður í annarri helgilist. Eins og
207