Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Page 104

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Page 104
Tímarit Máls og menningar blossa upp víðar en hann geröi, þegar hafður er í huga sá ákafi áróður sem rekinn var. Blómaskeið djöflafræðinnar stóð frá því á síðari hluta 16. aldar og fram undir miðja 17. öld og á þeim tíma vottuðu þúsundir gamalla og ungra kvenna, að þær hefðu gengið á mála hjá djöflinum, gerzt hans þjón- ustukvinnur og ástkonur. Játningunum bar saman um flest í öllum megin- atriðum, aðferðin var sú sama, að maka sig djöflamauki og smjúga um skrá- argöt og skorsteina og fljúga á kústskafti. Játningunum bar saman vegna þess, að ákærendurnir vissu fyrirfram, hvað hafði gerzt, úr ritum djöflafræð- inga, og pyndingum var beitt til þess að fá kórrétta játningu. Játningar án pyndinga fengust samhljóða, vegna þess að laginn ákærandi gat vafið ákærðu í eigin mótsögnum og leitt hana til jálningar, og svo voru þftr, sem af öðrum hvötum játuðu á sig allt í stíl djöflafræðinnar. Allir þekktu hina samevrópsku mynd nornarinnar, sem var talin sannleikanum samkvæm á þessu tímabili. Það urðu fáir til þess að mótmæla fræðimönnum galdrafargsins fyrst í stað. Menntaðir menn í Evrópu viðurkenndu galdur sem staðreynd, en allan fjölda þeirra snerti þetta ekki beinlínis, því að ofsóknirnar voru bundnar vissum svæðum ríkja Evrópu. Ástandið var verst í Rínarlöndum og í ýmsum héröðum Þýzkalands. Ekkert ríki slapp, en faraldurinn gat gosið upp við heppilegar aðstæður hvar sem var. í vissum héröðum Rínarlanda kvað svo rammt að sálsýki valdhafa, að öllum gömlum konum var útrýmt. En slíkt var þó undantekning, og það eru þessar undantekningar sem ýmsir hafa viljað alhæfa fyrir alla Evrópu á 16. og 17. öld. Áköfustu talsmenn galdraofsókna kvarta gjarnan mjög um það í ritum sínum, að forsvarsmenn kristninnar og veraldleg yfirvöld hafi sýnt galdra- nornum alltof mikla linkind. Að þeir hafi forðazt að láta rannsaka líkleg galdramál og hundsað ábendingar glöggra manna, sem bentu á líklegar norn- ir. Sumir brennuvarganna töldu, að djöfullinn hefði náð tangarhaldi á krýnd- um landstjórnarmönnum og kirkjufurstum, og að fjöldi dómara væri á snær- um hins Vonda. Einnig vöruðu þeir alvarlega við laumugaldramönnum, sem væru víðar og sætu í hærri ábyrgðarstöðum en menn almennt hyggðu. Þvílíkar kenningar og getgátur benda til þess, að margir stjórnsýslumenn ríkis og kirkju hafi ógjarnan viljað magna ofsa brennuvarganna eða breiða út galdrasálsýkina meira en orðið var. Þegar tók að líða á 17. öld heyrðust æ háværari raddir gegn galdrafarginu. Rýrnandi trú á vald djöfulsins í mannheimi átti mestan þátt í því að hreinsa burt galdratrúarpestina. (Kaflar úr bók sera höfundur hefur í smíðum). 230
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.