Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Blaðsíða 26
Tímarit Máls og menningar
Illt er undir aö búa
Og ástæffa að gá að sér!
En allir því einu trúa
Sem auga þeirra sér.
A fabrikku þeirra, bossana, að blína
Var börnum og slæpingjum ókeypis falt.
Það dylst nú fáum hvað djásn þau sýna:
Að dollarinn stendur þó lífið sé valt!
Illt er undir að búa!
Ósköpin dynj a á mér!
En öngvum er tryggt að trúa:
Treystu sjálfri þér!
Æ, hversu erfitt að kippa þessu í lið!
Skilnaðurinn við Fernando og leita afsökunar
Hjá Edward! Og hinar löngu nætur
Að hlusta á systur mína muldra grátandi:
Þetta var rétt, Anna, en svo erfitt!
6
GRÆÐGI
Eftir lítinn tíma hefur Anna reytt hvern eyri af Edward, og hann skýtur sig,
og í dagblöðunum eru miklar lofgerðir um Önnu, og lesendurnir yppta hatt-
inum fyrir henni fullir lotningar, og skunda á eftir henni, með dagblaðið í
hendinni, til að láta hana reyta af sér hvern eyri. En þegar annar ungur mað-
ur, sem Anna hefur féflett, kastar sér litlu seinna útum gluggann, tekur syst-
irin af skarið og frelsar hinn þriðja, sem ætlar að fara að hengja sig, með
því að hirða frá Önnu II peningana hans og fá honum þá aftur. Hún gerir
þetta vegna þess að fólk er farið að ganga í boga framhjá systur hennar, sem
hefur fengið á sig óorð vegna græðgi sinnar.
LJÓÐ FJÖLSKYLDUNNAR
Einsog hér stendur í blaðinu er Anna okkar
Nú stödd í Tennessee, og hennar vegna skýtur sig
Allskonar fólk til bana: nú ætti hún að græða!
152