Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Page 85
Helgimyndir og myndbrjólar
væri synd og böli ofurseld - hún væri þvert á móti Guðs handarverk. Eftir
að Guð hafði stigið niður til vor manna, gjörzt maður og búið meðal vor,
væri veröldin orðin önnur á eftir, endurleyst undan valdi hins illa. Hin ó-
snortna fyrri dýrð lífsins var endurheimt. Allir helgisiðir kirkjunnar og list
endurspegluðu þessa björtu lífstrú. I helgisögnum þessa fólks helga sakra-
menti kirkjunnar náttúruna líka, ekki síður en mannlegt líf. í þessari „al-
þýðuguðfræði“ hinna slavnesku þjóða speglast þrá mannsins eftir þeirri ver-
öld sem helguð er af návist Krists. Þrá eftir þeirri paradís, sem herhlaup og
styrjaldir, kúgun og áþján fá ekki frá mönnunum tekið. Þessi kristindómur
hefur stundum verið nefndur kosmiskur kristindómur. Bændur Austur-Evrópu
litu á kristindóminn sem kosmiska líturgíu, lofsöng allífsins. „011 náttúran
stynur og bíður upprisunnar,“ svo hljómar grunnstef páskaboðskaparins, en
þetta sama stef er líka grunntónninn í öllum helgisögnum og þjóðtrú þessa
bændafólks. í augum þess er helgimyndin, íkóninn, ímynd hinnar endur-
leystu náttúru, hins nýja manns, þess lífs sem enginn dauði fær deytt. Og
því skyldi slíkum myndum ekki kastað fyrir fugla himins eða þær fótum
troðnar af mönnum, þegar þær höfðu máðst af sóti kerta og kossum hinna
trúuðu. Þeim var búinn samastaður í kapellum, tshasovnja, og ljós látin loga
þar yfir þeim, svo lengi sem vottaði fyrir lit á hinum myrku fjölum. Sholo-
koff segir frá kósakka er gengur á vit íkóna í einu slíku tshasovnja í bók
sinni Lygn streymir Don. - Algengt var líka að bera gamla íkóna út á fljót
eða vatn og fela ])á öldum vatnsins þar sem Guð réð fyrir för þeirra. Og ýms-
ir aðrir siðir voru um hönd hafðir, þegar „dánir“ íkónar voru kvaddir. í
Rússlandi, þar sem kirkjubrunar voru tíðir á fyrri öldum, var aldrei sagt að
íkón hefði brunnið, heldur að hann væri kominn til himna.
Um jólin 1973.
211