Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Page 83
Helgimyndir og myndbrjótar
kúnst og myndbyggingu. lkónar þeir sem varðveitzt hafa frá því fyrir tíð
helgimyndabrjótanna eru af þessum sökum mjög ólíkir að allri gerð, og
þeir örfáu íkónar sem til eru frá 6. og 7. öld bera merki einfaldrar alþýðu-
listar, þótt einnig megi þar kenna likingu við samtíma mósaikmyndir frá
Saloniki og Ravenna, sem bendir fremur til þess að myndirnar séu unnar á
verkstæðum höfuðborgarinnar, Miklagarðs.
Það er eiginlega ekki fyrr en frá því eftir lok fyrsta árþúsunds, sem veru-
legur fjöldi íkóna hefur varðveitzt. Margar eldri myndir lentu í klóm mynd-
brjótanna eða urðu eðlilegri hrörnun að bráð, og ef til vill geymast sumar
enn undir lagi máhiingar frá seinni tímabilum.
Heimsborgin mikla Konstantínópel - Mikligarður - varð um aldir sú
móðir kristinnar myndlistar er frjóvgaði menningu Evrópu. Og þaðan komu
þeir listamenn einnig, er byggðu ýmsar frægustu og fegurstu moskur mú-
hameðsmanna eins og Stórmoskuna í Damaskus og Klettmoskuna í Jerúsal-
em. En etv. hafa áhrif hinnar byzönsku myndlistar hvergi orðið stórfenglegri
né varanlegri en í Rússlandi. Eftir að Rússar turnuðust til kristinnar trúar
skömmu fyrir ár 1000 varð Kiev miðstöð kristinnar myndlistar og bygging-
arkúnstar. Þangað streymdu byzanskir listamenn, er kenndu liinum nýkristn-
uðu Slövum list sína, sem þeir síðan frjóvguðu og gæddu ferskum nýjum
krafti og lífi. Fátt eða ekkert lifir nú af helgimyndum hinna elztu rússnesku
meistara. Þeir lifðu og störfuðu þar sem hjarðir mongólsku herkonunganna
fóru báli og brandi um héruð og eirðu engu, dauðu né lifandi. Borgin Nov-
gorod slapp við herhlaup Tatara og í söfnum hennar er að finna flest dýrleg-
ustu listaverk liðinna alda. Hin rússneska íkónalist stóð rótum í byzanskri
hefð fram eftir öldum, og sú myndlist leit vestræna málaralist endurreisnar-
tímans og seinni alda hornauga. Fræg er sagan af kirkjuhöfðingjanum, sem
falað hafði málverk af meistaranum Titian. Er hann sá myndina, vakti hún
með honum viðbjóð og hneykslun og hann neitaði að taka við henni. „Hinar
hneykslanlegu myndir yðar rísa upp úr myndfletinum. Þær eru engu betri en
likneskjur,“ er sagt að hann hafi haft við orð. Svo mikið er víst, að rússneski
patríarkinn Jóakim bætti eítirfarandi klausu aftan við erfðaskrá sína árið
1690: „Ég bið og sárbæni yðar háverðugu keisaralegu tign að skipa svo fyrir,
að hinnar helgu myndir af Drottni holdteknum í Jesú Kristi, af heilagri
Guðsmóður og öllum dýrlingunum, séu málaðar samkvæmt fornri grískri
hefð, eins og allir vorir kraftaverka-íkónar eru gerðir, og þær verði ekki
málaðar í þeim smánarlega nýmóðins og ósiðlega stíl í líkingu latneskra og
germanskra mynda, en sá stíll á rætur að rekja til losta þessara villutrúar-
14 TMM
209