Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Qupperneq 69
Nyrðra, syðra, veslra
1927. Það var útgerðarfélag. Finnur bróðir minn var ráðinn framkvæmda-
stjóri þess, en ég samdi lög þess. Um hvern einasta bát, sem keyptur var,
stofnuðum við félag. Þau urðu sjö að tölu. Það voru eiginlega þau, sem
mynduðu síðan Samvinnufélag ísfirðinga. Þegar 1928 ábyrgðist ísafjarðar-
bær lán til þess að upphæð 200.000 krónur. Fyrir lánið lét samvinnufélagið
smíða fimm vélbáta í Noregi og Svíþjóð. Bátar þessir voru ísbjörn, Sæ-
björn, Valbjörn og Vébjörn, en 1929 voru Auðbjörn og Gunnbjörn smíð-
aðir í Svíþjóð. Bankarnir vildu lítið sem ekkert fyrir okkur gera. Við kom-
um á sæmilegri atvinnu í bænum, en allt það fé, sem við persónulega lögðum
í fyrirtækið, fór í súginn.
— Þetta þóttu góðir bátar.
— Þeir voru beztu vélbátarnir, sem þá voru til á Islandi. Þeir voru fyrstu
bátarnir af sinni stærð, rétt um 40 tonn. Vélar í öllum bátunum voru af
sömu gerð. Við fengum umboð fyrir vélarnar og höfðum stóran lager á ísa-
firði. Bátarnir voru á línuveiðum á vertíð, en fóru á síldveiðar á sumrin.
Strax fyrsta árið keyptum við söltunarstöð á Siglufirði. Þar söltuðum við
sjálfir síldina af bátunum.
—■ Hvernig gekk síldarsöltunin?
— Veturinn 1928 fengum við bréf frá stjórnarráðinu með fyrirspurn frá
sendiráði Dana í Washington. Það spurði, hvort amerískir síldarkaupmenn
gætu ekki komizt í beint samband við íslenzka síldarsaltendur. Við svöruð-
um bréfinu á þá leið, að við vildum gjarnan ræða það mál. Um veturinn
sendum við Finn bróður minn til Englands til að ræða um viðskiptin við
síldarkaupmenn frá New York, Gyðinga. Sömdu þeir um sölu 15.000 tunna
af matjes-síld til New York næsta sumar. Síld hafði þá aðeins verið matjes-
söltuð hér í fáein ár og seld til Þýzkalands, en þaðan mun hún hafa verið
seld til Bandaríkjanna. Kaupmenn í New York vildu komast hjá þeim við-
skiptum um milliliði. Samningurinn á milli okkar og þeirra hljóðaði upp á
það, að þeir borguðu síldina, sem söltuð yrði, á gang\ærði á Siglufirði
næsta sumar, og líka tunnur, salt og vinnulaun. Þeir sendu umboðsmann
sinn til að fylgjast með söltun síldarinnar um sumarið. Lítil síld var þá, svo
að við gátum aðeins afgreitt 7 þúsund tunnur til New York. Þótt þessar 7
þúsund tunnur seldust ekki upp, höfðum við 30.000 króna ágóða af sölu
þeirra. Þetta sumar fengu ýmsir síldarsaltendur ekkert fyrir síld sína. Kaup-
mennirnir í New York létu setja síldina í litla kúta, sem þeir seldu síðan
beint til einstaklinga. Síldinni var vel tekið. Þessum viðskiptum héldum við
áfram, þangað til heimsstyrjöldin skall á 1939.
195