Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Side 69

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Side 69
Nyrðra, syðra, veslra 1927. Það var útgerðarfélag. Finnur bróðir minn var ráðinn framkvæmda- stjóri þess, en ég samdi lög þess. Um hvern einasta bát, sem keyptur var, stofnuðum við félag. Þau urðu sjö að tölu. Það voru eiginlega þau, sem mynduðu síðan Samvinnufélag ísfirðinga. Þegar 1928 ábyrgðist ísafjarðar- bær lán til þess að upphæð 200.000 krónur. Fyrir lánið lét samvinnufélagið smíða fimm vélbáta í Noregi og Svíþjóð. Bátar þessir voru ísbjörn, Sæ- björn, Valbjörn og Vébjörn, en 1929 voru Auðbjörn og Gunnbjörn smíð- aðir í Svíþjóð. Bankarnir vildu lítið sem ekkert fyrir okkur gera. Við kom- um á sæmilegri atvinnu í bænum, en allt það fé, sem við persónulega lögðum í fyrirtækið, fór í súginn. — Þetta þóttu góðir bátar. — Þeir voru beztu vélbátarnir, sem þá voru til á Islandi. Þeir voru fyrstu bátarnir af sinni stærð, rétt um 40 tonn. Vélar í öllum bátunum voru af sömu gerð. Við fengum umboð fyrir vélarnar og höfðum stóran lager á ísa- firði. Bátarnir voru á línuveiðum á vertíð, en fóru á síldveiðar á sumrin. Strax fyrsta árið keyptum við söltunarstöð á Siglufirði. Þar söltuðum við sjálfir síldina af bátunum. —■ Hvernig gekk síldarsöltunin? — Veturinn 1928 fengum við bréf frá stjórnarráðinu með fyrirspurn frá sendiráði Dana í Washington. Það spurði, hvort amerískir síldarkaupmenn gætu ekki komizt í beint samband við íslenzka síldarsaltendur. Við svöruð- um bréfinu á þá leið, að við vildum gjarnan ræða það mál. Um veturinn sendum við Finn bróður minn til Englands til að ræða um viðskiptin við síldarkaupmenn frá New York, Gyðinga. Sömdu þeir um sölu 15.000 tunna af matjes-síld til New York næsta sumar. Síld hafði þá aðeins verið matjes- söltuð hér í fáein ár og seld til Þýzkalands, en þaðan mun hún hafa verið seld til Bandaríkjanna. Kaupmenn í New York vildu komast hjá þeim við- skiptum um milliliði. Samningurinn á milli okkar og þeirra hljóðaði upp á það, að þeir borguðu síldina, sem söltuð yrði, á gang\ærði á Siglufirði næsta sumar, og líka tunnur, salt og vinnulaun. Þeir sendu umboðsmann sinn til að fylgjast með söltun síldarinnar um sumarið. Lítil síld var þá, svo að við gátum aðeins afgreitt 7 þúsund tunnur til New York. Þótt þessar 7 þúsund tunnur seldust ekki upp, höfðum við 30.000 króna ágóða af sölu þeirra. Þetta sumar fengu ýmsir síldarsaltendur ekkert fyrir síld sína. Kaup- mennirnir í New York létu setja síldina í litla kúta, sem þeir seldu síðan beint til einstaklinga. Síldinni var vel tekið. Þessum viðskiptum héldum við áfram, þangað til heimsstyrjöldin skall á 1939. 195
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.