Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Page 56

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Page 56
Tímarit Máls og menningar húsin á Harðbak voru öll úr timbri. A undan pabba bjó þar á bænum Geir, bróðir Tryggva gamla Gunnarssonar, sem farið hafði til Ameríku. Hann bafði þiljað bæinn allan úr timbri, en veggir voru allir úr grjóti og torfi, eins og venja var, en bæjarþilin voru, skal ég segja þér, öll þakin brúnum segldúk af skipum, sem farizt höfðu á Sléttu. I þau hafði liann sótt hann. Baðstofan var tvílyft, og á henni voru tveir gluggar með sex rúðum hvor, en það þótti þá vera mikið. Pabbi og mamma og við yngstu bræðurnir bjuggum í baðstofunni. Stofa var fram við göngin. í henni vann pabbi að smíðum á veturna. — Að smíðum? —- Hann smíðaði pramma fyrir bændurna. Hver einasti bóndi þurfti að eiga pramma, því að silungsvötn eru við hvern bæ á Sléttu. Þegar pabbi kom þangað voru Sléttungar ekki farnir að veiða silung í net á veturna upp um ís. Þeir höfðu þann sið að dorga silunginn. Þeir söfnuðu maðki, flugumaðki. á sumrin í brútshorn og geymdu. A veturna, þegar þeir fóru að veiða silung á vötnum, tóku þeir með sér gæruskinn. Þeir hjuggu gat á ísinn og lágu á maganum á gæruskinninu. Maðkinn settu þeir undir tunguna og beittu hon- um á öngulinn, þegar hann var orðinn fjörugur. Pabbi sýndi þeim, hvernig net er dregið undir ís. Það er á ákaflega einfaldan liátt. Það þarf að hafa stöng, svona 7-8 álna langa. A ísinn er höggvið ferkantað gat, stöngin síðan lögð niður og annað gat höggvið við endann á henni. Þannig fæst netlengd. Höggvið er hvert gatið af öðru, en bandi þrætt undir ísinn með því að binda færi á annan enda stangarinnar og skjóta henni síðan undir ísinn. Netið var bundið við endann á færinu. Netið var að svo búnu dregið undir ísinn eins langt og þurfa þótti. Þetta var gert á Akureyri, þegar sjóinn lagði, því að síld var alltaf undir ísnum. Selur í firðinum rak hana undir ísinn. — Var langt til næsta bæjar? — Það mun hafa verið tveggja til þriggja tíma gangur að Skinnalóni öðru megin og Ásmundarstöðum hinu megin. — Þið fluttuzt aftur til Akureyrar 1898? — Ég man vel eftir því ferðalagi. Við fórum til Raufarhafnar. Systir mm reið í söðli, en ég sat fyrir aftan hana og var bundinn við söðulbogann með trefli. Við komum við á Ásmundarstöðum. Á Raufarhöfn gistum við hjá maddömu Lund, ekkju eftir danskan kaupmann. Til Akureyrar fórum við með Hólum og héldum til í lestinni. Við strákarnir, ég og Finnur bróðir minn, sem var tveimur árum yngri, vorum alltaf uppi á dekki. Mér þótti ákaflega skrýtið að horfa á sjóinn, er bann þeyttist frá stefni skipsins. Ég 182
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.