Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Blaðsíða 140
Tímarit Máls og menningar
til breyttra lífshátta og næmari lífsskynj-
unar eru ekki sérlega aðgengileg og aðlaft'-
andi lausn fyTÍr hinn makráða allsnægta-
mann, enda þótl hinn síðarnefndi skynji
ýmsar veilur í lífkerfi sínu og vilji þar iir
bæta. Sjálfsagi, einbeitni og þolinmæði eru
orð, sem hafa talsvert meira veruleikagildi
í eyrum okkar, þegar við viljum að þau
prýði persónuleika náungans,en eru hverju
sjálfi þess utan að mestu óviðkomandi í
daglegu lífi. Þessar dyggðir verða menn
sem sagt að temja sér ef þeir vilja ná
nokkrum árangri í listinni að elska. En
Fromrn þekkir mennina betur en svo, að
liann láti þá sitja uppi ráðalausa með aug-
un full af orðum um karaktereinkenni ást-
arinnar, sem þeir kunna ekki með nokkru
móti að setja í lífrænt samhengi við til-
veru sína. Hann gefur lesendum nokkrar
hagnýtar ábendingar um það, hvernig
hægt sé að reyna að ávinna sér þessa eig-
inleika, og er ein m. a. fólgin í markvissri
sjálfsskoðun (einveru, hugareinbeitingu),
sem á vissulega ekki að stuðla að aukinni
sjálfhverfu eins og oft vill henda við slíkar
tilraunir, heldur þvert á móli að flæma
menn út úr margföldum speglasölum sjálfs-
dýrkunar og sjálfsupphafningar.
En þótt nokkur árangur náist í tileinkun
þessara eiginleika, þá verður hæfileikinn
til ásta aldrei aðgreindur frá öðrum lífs-
þáttum mannsins. Ástin er ekki hvað sízt
skapandi lífsviðhorf, sem hlýtur að eiga
upptök sín í innstu innum hvers einstak-
lings. „Það er blekking að ætla að hægt sé
að búta lífið þannig niður, að rnaður sé
skapandi á sviði ástarinnar, en athafnalaus
á öllum öðrum sviðum.“
Ástin getur heldur ekki verið einskorð-
uð við einstaklingstilveru þess, sem hefur
áunnið sér upptalin auðkenni liennar. Mað-
urinn er hluti stærri heildar, sem hann
orkar á og verður sjálfur fyrir áhrifum af.
Því segir Fromm: „Listin að elska er ó-
hjákvæmilega tengd málum þjóðfélagsins.
Sé það rétt, að ástin feli í sér ástríkt við-
horf til allra manna og sé ástin lyndisein-
kenni, þá kemur hún ekki aðeins fram í
samskiptum við fjölskyldu og vini, heldur
einnig gagnvart þeirn, sem menn umgang-
ast vegna starfs og stöðu. Það eru engin
„verkaskipti“ til milli ástar á nánustu ást-
vinum og ástar á ókunnugum. Það síðara
er þvert á móti skilyrði fyrir hinu fyrra.“
Enda þótt Fromm virðist stundum von-
daufur um það að mannleg ást nái nokkr-
um þroska við núverandi félagsleg skil-
yrði, þar eð „megininntak auðvaldsþjóðfé-
lagsins og megininntak ástarinnar geti
aldrei átt samleið", og sönn ást hljóti að
teljast til undantekninga, þá segist hann
samt vera sannfærður um það „að stað-
hæfingin um að „venjulegt“ Iff nútíma-
manna útiloki alla ást, sé rétt aðeins í
mjög sértækri merkingu." En eigi ástin
(sem hið eina rökræna svar við vandamál-
um mannlífsins) að ná til félagsheildar-
innar en ekki að halda áfram að vera sjald-
gæf einkareynsla einstaklingsins, eins og
hún er og hefur verið ástunduð á Vestur-
löndum, þarfnast þjóðfélagskerfið gagn-
gerra og róttækra brevtinga.
Eins og lesendur bókarinnar geta séð er
áreiðanlega hægara sagt en gert að þjálfa
sig svo í listinni að elska, að hún nái að
nokkru marki út fyrir það, sem kallast
mætti venjuleg mannleg eigingirni í marg-
víslegum umbúðum. En hins ber að gæta,
að aldrei skaðar að opna huga sinn af og
til fyrir háleitari lífssýn en þeirri, sem
lýtur að tilbeiðslu þess eins, sem menn
geta étið eða höndum þreifað, enda þótt
sú sýn standi fjölda ljósára utan við allt
okkar veruleikaskyn. Og það mun eiga við
um ástina eins og annað, ef við skynjum
vöntun okkar í þeim efnum, þá vitum vér
hvers biðja ber.
266