Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Qupperneq 90
Tímarit Máls og menningar
nú aukið tengslaleysi niilli manna, aukin einstaklingshyggja og sjálfsánægja
hinna efnahagslega og trúarlega hólpnu. Efnahagsleg velgengni var mönnum
mun meira atriði heldur en fyrrum og því afskiptari urðu öreigarnir. Lag-
skipting samfélagsins varð gleggri milli rikra og snauðra. Gerð samfélagsins
og hugmyndir manna um samfélag annars heims voru hliðstæður. í kaþólskri
tíð var samfélagsgerðin einnig hliðstæða þess, sem talið var laka við að jarð-
neskri vist lokinni, en sú hugmynd veitti mannanna börnum auðveldari úr-
kosti og var um flest mennskari heldur en hugmyndir mótmælenda um eilíft
líf. Samfélagið varð þrátt fyrir allt ómennskara en verið hafði á miðöldum,
firringin meiri, ef hún á þá ekki upphaf sitt, í nútíma merkingu orðsins, í
byrjun nýju aldar.
Endurspeglun samfélagsgerðarinnar í hugmyndum manna um eilíft líf og
öflin, sem réðu velgengni manna í þessu lífi, hneig til þess að magna galdra-
óttann. Guðshugmyndin og hugmyndin um djöfulinn átti sér hliðstæður í
mannheimi. .,Góður landstjórnarmaður“ og andstæðingur hans léku þar hlut-
verkin. Trúmáladeilurnar og hatrið, sem af þeim spratt, ollu svipuðum við-
hrögðum víðast hvar í löndum mótmælenda og kaþólskra. Andstæðingurinn
var á snærum hins Vonda og fulltrúar hans voru galdranornirnar.
Hinum afskiptu, utangarðsfólkinu, fannst það oft vera fjarlægt almennt
viðurkenndu trúarformi, og þegar einskis var að leita hjá þeim guði, sem
ríkjandi samfélag viðurkenndi sem sinn, þá voru dæmi um, að leitað væri til
andstæðu hans. Slík einstök dæmi urðu guðs vinum tilefni til almennari
samstöðu gegn hópum, þar sem þeir töldu forsendur fyrir svo hryllilegum
frávikum frá ríkjandi trúarbrögðum.
Galdratrúin varð auðveldlega noluð til þess að gera öll frávik frá hefð-
bundnum trúarformum tortryggileg og í stjórnmálum gat hún verið hið
skæðasta vopn, ef laglega var á haldið.
Hin djöfullega þrenning
I galdramálum koma fram þrjú fyrirbrigði, djöfullinn, árinn og nornin eða
seiðskrattinn. Höfuðpaurinn var djöfullinn, en að eðli er hann tákn óskapn-
aðarins og illskunnar, fallinn engill, sem féll á eigin hroka. Afl undirdjúp-
anna, eyðileggingarinnar og sálardauðans, upphaf lyginnar og lygin í raun,
skaðvaldur allrar sköpunar og grósku, eiturnaðra í akri drottins. Þannig
hljóða lýsingarnar á óvininum. Upphaf ókindar þessarar var ótti manna við
hið hræðilega, óskepið, ginnungagapið, hryllinginn. Skelfingin skapaði hug-
216