Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Side 111
Vísindi og skáldskapur
aldrei lesið nóg aí ljóðum, dagdraumar krefjast bóka og aftur bóka. Og
Bachelard segir á einum stað: „Skyldi Paradís þarna uppi ekki vera eitt
geysistórt bókasafn?“
En hver er það sem talar í ljóðum og dreymir um bernskunnar heim? Er
það skáldið eða veröldin? Skáldið veit, að það er ekki það sjálft, því að
þegar það vill tala við heiminn, þá talar heimurinn við það. Skáldið er að-
eins sá sem hlustar og endurtekur, og rödd þess verður eitt með rödd heims-
ins. Veröldin talar gegnum list skáldsins. Það er hinum ljóðrænu draumórum
að þakka, að það finnst athöfn sem staðfestir tilveru mannsins og heimsins,
þar sem maðurinn á heima. Það er skáldskapnum að þakka, að maðurinn út-
víkkar tilveru sína og ber traust til heimsins og finnur frið í sjálfum sér.
Og þökk sé hugmyndafluginu, því að sakir þess þekkir maðurinn dýpt til-
verunnar.
Ef til vill er það ekki alveg út í hött að segja, að heimspeki Bachelards sé
háleit tjáning á sundrungu mannsins. Aðra stundina er maðurinn tæknifræð-
ingur eða verkamaður, en hina, draumóramaður og listunnandi. Og þessi
tvö hlutverk eru algjörlega óskyld. A síðustu æviárum sínum renndi Bache-
lard samt grun í, að ákveðin hugmynd um manninn gæti hjálpað okkur til
að sigrast á þessari sundrungu. Honum varð ljóst, að hvort sem maðurinn
stendur við vinnuborðið eða situr við það (tilveruborðið, eins og hann
kallar það), þá er hann vera sem skapar og endurnýjar heiminn. Og stærsti
hæfileiki mannsins er ekki skilningurinn og skynsemin, heldur hugmynda-
flugið, sem skapar ný ljóð í dagdraumum og nýjar hugmyndir í vísindum.
Rithöfundaferli sínum lýkur Bachelard með hinni litlu heillandi bók um
kertalogið, sem endar með þessum orðum: „Maðurinn er logi“.
ÞýS. Hallur Páll.
237