Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Qupperneq 112
Málfríður Einarsdóttir
Tveir þættir
Frá Snæfellsnesi
í sjötíu ár eða þar um bil hafði mig langað til að fara kringum Jökul, en
aldrei gafst tækifasrið fyrr en núna rétt áðan (var jiað í dag eða var það í
gær?), og þá faldi bann sig fyrir mér, jökullinn. Þaðan sem ég er upprunnin,
sást hann, að vísu aðeins á toppana, og held ég jarðbunguna hafa borið á
milli fremur en nokkurt leiti, en hann var merkilegur samt, því hann spáði
veðri. Ef hann sást, var von á þurrki, sæist hann ekki, fór að rigna. Ekki man
ég eftir að á honum væri hafður neinn átrúnaður, enda leyfði sér enginn að
hafa hjáguði á þeim bæ, slíka virðingu bárum vér fyrir prestinum. Héðan
að sjá verður hann að átrúnaðarfjalli, við því er ekki hægt að gera. Og sá
hlutur sem trúað er á, hann fer að skína. Um það eru mörg dæmi frá Tíbet.
Ó hve fagurt var að sjá til austurs 1920 og 1921, þar sem bungu Langjökúls
bar við loft og bungu Eiríksjökuls og Oks, og Fanntófell hló lika við heiði.
En í suðri var Skarðsheiði með snæþiljum og haldið að hún ætlaði að fara
að verða að snjófjalli. Já, þá voru dagar. En sum vorin vildi ekki spretta
gras, og veslings litlu gemlingarnir stauluðust út í Bæjarholt og dóu þar af
því að þá vantaöi c-vítamín. Kolur og Golsi. Við reyndum að gefa þeim kök-
ur, en þeir tóku ekki við (1914).
Uti í Kolviðarnesi er mjög blautlent, en sama hve mikið rignir, jafngóðir
eru vegirnir. Það má bæði ganga þá, ríða og aka. Og þar sem áður gengu
umkomulitlir menn milli bæja til að kenna krökkunum að lesa, skrifa og
reikna, og oftast tæringarveikir, ellegar vankaðir að öðru leyti, og höfðu eng-
an stað til að kenna í, sama sem enga hók, griffil og spjald, er nú komið
stórt hús þarna, meira að segja fallegt hús, allar tilfæringar til taks, og hörn-
in hlakka til að koma í þennan heimavistarskóla, kvíða fyrir að fara, ganga
um eins og englar. Ég sá þau ekki, börnin, en gizka á að þau séu fríð, því
ömmur þeirra, sem þarna voru saman komnar, máttu heita það, svo sem þær
voru fágaðar í klæðaburði og flestöllum háttum. Sílesandi, áhugalausar um