Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Side 101
Galdrar
sína mynd hérlendis í tilberum og snökkum. Leðurblökur og ormar voru
mikil eftirlætisdýr nornanna, og þær notuðu þau oft til meinverka sinna.
Galdranornir voru ekki aðeins álitnar myrða og eta kornabörn og dýrka
djöfulinn, þær voru einnig taldar eiga sök á ófrjósemi, sjúkdómum og slys-
um. Þær mögnuðu ýmis skriðkvikindi, sem síðan eyðilögðu uppskeruna og
komu húsdýrum nágranna sinna í pytti eða foræði, komu af stað þurrkum
og ofviðrum og eitruðu vatnsból. Menn töldu, að þær gætu komið sjúkdóm-
um í fólk með illu augnatilliti og drepið það, með því að gera af því vax-
myndir og stinga þyrni eða nál í gegnum þær. Einn galdraákærandinn kvaðst
oft hafa séð klóriö eftir djöfulinn, þar sem eldingu hafði slegið niður.
Galdranornin var þannig sektarlamb samfélagsins, blóraböggull, eins og
Gyðingar voru á miðöldum og urðu síðar í Þýzkalandi Hitlers.
Guðfræðingar töldu mestu synd nornanna vera þá að gefa sig djöflinum.
Þeir töldu galdrahyskið djöflinum verra. Djöfullinn var algjörlega fallinn og
glataður, en Kristur hafði kvalizt fyrir mannkynið og ekki fyrir fjandann.
Fjandinn syndgar því gegn guði en ekki gegn endurlausnaranum. Galdra-
maðurinn syndgaði hins vegar bæði gegn guði og Kristi og því er synd bans
meiri heldur en syndin, sem falin er í eðli djöfulsins. í Nornahamrinum segir,
að konur séu einkum veikar fyrir tálsnörum djöfulsins vegna þess, „að þær
eru trúgjarnari heldur en karlmenn, áhrifagjarnari, lausmálgari ... þær eru
sannar lostakirnur . . . trú þeirra er fjarri allri staðfestu .. . minni þeirra er
ekki trútt og þær eru að eðli lygarar. Ófullkomleiki kvenna stafar af því, að
þær eru skapaðar úr rifi Adams, sem var of bogið, þaðan stafar öll þeirra
bölvun ...“
Samkvæmt skoðunum galdrasérfræðinga 16. aldar voru samfarir nornanna
og kölska þeim fyrrnefndu til lítils fagnaðar. Þeir töldu, að djöfullinn væri
ískaldur elskhugi, faðmlögum hans fylgdi enginn unaður, heldur kvöl. Sumir
doktorar í guðfræði álitu, að hann gæti eignazt afkvæmi, og því til sönnunar
bentu kaþólskir doktorar á Martein Lúther. Aðrir neituðu tímgunarhæfni
djöfulsins og töldu, að djöfullinn gæti aðeins getið vissa tegund skorkvik-
ina. ASrir töldu hann hvorugkyns og ávann sú skoöun sér hylli. Meðal þeirra,
sem aðhylltust þá skoðun var Jakob I, mágur Kristjáns IV konungs Dan-
merkur og íslands. Jakob I gaf út djöflafræöi (Demonologie, in form of a
Dialog . . . Edinborg 1597) þar sem hann útlistar tímgunarhætti djöfulsins
samkvæmt kenningum heilags Tómasar frá Aqvínó í þá veru, að djöfullinn
geti aöeins verið „milliliður tímgunarverksins“.
Eins og áður segir, urðu konur einkum fyrir barðinu á galdraofsóknunum,
227