Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Page 101

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Page 101
Galdrar sína mynd hérlendis í tilberum og snökkum. Leðurblökur og ormar voru mikil eftirlætisdýr nornanna, og þær notuðu þau oft til meinverka sinna. Galdranornir voru ekki aðeins álitnar myrða og eta kornabörn og dýrka djöfulinn, þær voru einnig taldar eiga sök á ófrjósemi, sjúkdómum og slys- um. Þær mögnuðu ýmis skriðkvikindi, sem síðan eyðilögðu uppskeruna og komu húsdýrum nágranna sinna í pytti eða foræði, komu af stað þurrkum og ofviðrum og eitruðu vatnsból. Menn töldu, að þær gætu komið sjúkdóm- um í fólk með illu augnatilliti og drepið það, með því að gera af því vax- myndir og stinga þyrni eða nál í gegnum þær. Einn galdraákærandinn kvaðst oft hafa séð klóriö eftir djöfulinn, þar sem eldingu hafði slegið niður. Galdranornin var þannig sektarlamb samfélagsins, blóraböggull, eins og Gyðingar voru á miðöldum og urðu síðar í Þýzkalandi Hitlers. Guðfræðingar töldu mestu synd nornanna vera þá að gefa sig djöflinum. Þeir töldu galdrahyskið djöflinum verra. Djöfullinn var algjörlega fallinn og glataður, en Kristur hafði kvalizt fyrir mannkynið og ekki fyrir fjandann. Fjandinn syndgar því gegn guði en ekki gegn endurlausnaranum. Galdra- maðurinn syndgaði hins vegar bæði gegn guði og Kristi og því er synd bans meiri heldur en syndin, sem falin er í eðli djöfulsins. í Nornahamrinum segir, að konur séu einkum veikar fyrir tálsnörum djöfulsins vegna þess, „að þær eru trúgjarnari heldur en karlmenn, áhrifagjarnari, lausmálgari ... þær eru sannar lostakirnur . . . trú þeirra er fjarri allri staðfestu .. . minni þeirra er ekki trútt og þær eru að eðli lygarar. Ófullkomleiki kvenna stafar af því, að þær eru skapaðar úr rifi Adams, sem var of bogið, þaðan stafar öll þeirra bölvun ...“ Samkvæmt skoðunum galdrasérfræðinga 16. aldar voru samfarir nornanna og kölska þeim fyrrnefndu til lítils fagnaðar. Þeir töldu, að djöfullinn væri ískaldur elskhugi, faðmlögum hans fylgdi enginn unaður, heldur kvöl. Sumir doktorar í guðfræði álitu, að hann gæti eignazt afkvæmi, og því til sönnunar bentu kaþólskir doktorar á Martein Lúther. Aðrir neituðu tímgunarhæfni djöfulsins og töldu, að djöfullinn gæti aðeins getið vissa tegund skorkvik- ina. ASrir töldu hann hvorugkyns og ávann sú skoöun sér hylli. Meðal þeirra, sem aðhylltust þá skoðun var Jakob I, mágur Kristjáns IV konungs Dan- merkur og íslands. Jakob I gaf út djöflafræöi (Demonologie, in form of a Dialog . . . Edinborg 1597) þar sem hann útlistar tímgunarhætti djöfulsins samkvæmt kenningum heilags Tómasar frá Aqvínó í þá veru, að djöfullinn geti aöeins verið „milliliður tímgunarverksins“. Eins og áður segir, urðu konur einkum fyrir barðinu á galdraofsóknunum, 227
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.