Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Blaðsíða 68
Tímarit Máls og m enningar
þeim alls konar menn. Um það voru engar reglur. Eg var þannig íormaður
sjómannafélagsins, meðan ég var bæjarstjóri.
— Var það ekki erilsamt?
— Það gat það verið. Það var eitt sinn, þegar Baldur átti í verkfalli út
af launum, — mig minnir, að það hafi verið 1929, — að ég var í samninga-
nefndinni, formaður samninganefndarinnar. Þótt við ættum nokkrar við-
ræður við atvinnurekendur, gekk illa að semja. Ég fór á fætur fyrir vinnu-
tíma á morgnana og gekk með einum eða tveimur mönnum á hvern einasta
vinnustað til að sjá til þess, að ekki væri unnið. Sunnudag, þegar verkfallið
hafði staðið í rúma viku, héldum við fund. Einn samningamannanna var
daufur í dálkinn og vildi slá af. Ég reiddist og tók til máls á eftir honum.
Ég talaði af öllum þeim kröftum, sem ég átti til, eins og ég gerði stundum,
og eftir fimm mínútur var stemmningin komin upp á hástig. Síðan bárum við
fram tillögu um að lialda áfram verkfallinu og gefast ekki upp. Þremur dög-
um síðar vorum við búnir að semja um það, sem við höfðum farið fram á.
— Olli það stundum vandræðum, að allir gátu gengið í verkalýðsfélögin,
hvert sem starf þeirra var?
— Á Akureyri, meðan við Einar Olgeirsson vorum í verkalýðsfélaginu,
stofnuðu íhaldsmenn klofningsfélag. Nokkrir menn úr verkalýðsfélaginu
voru meðal stofnenda þess. Hins vegar settum við á fót dómnefnd í verka-
mannafélaginu. í henni vorum við Einar Olgeirsson og Erlingur Friðjónsson.
Við dæmdum stofnendur klofningsfélagsins úr verkalýðsfélaginu. Þar með
lognaðist klofningsfélagið út af. Enn mun vera til gerðabók með þessum
dómi okkar.
— Manstu eftir fleiri slíkum atvikum?
— Það var, meðan ég var á Isafirði, að Hannibal Valdimarsson, þá
skólastjóri Gagnfræðaskólans, fór til Bolungavíkur til að styðja við bak
verkfallsmönnum, en þar var ráðizt á hann, hann settur í bönd og fluttur um
horð í hát, sem fór aftur með hann til ísafjarðar. Þegar hann kom aftur
þangað, mönnuðu sjómenn á ísafirði bát og fóru aftur til Bolungavíkur. Þar
urðu þó engar ryskingar. Ég var ekki með í þessari för.
— Hvernig var umhorfs í atvinnumálum á Ísafirði, þegar þú komst
þangað?
— 1926, einmitt þegar ég kom til ísafjarðar, kreppti þar að. Bankarnir
voru að lýsa alla útgerðarmenn gjaldþrota. Utgerð var að verða lítil sem
engin í bænum. Við í meirihluta í bæjarstjórninni urðum að duga eða drep-
ast. Það varð til þess, að við stofnuðum Samvinnufélag ísfirðinga í desember
194