Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Side 122
Tímarit Máls og menningar
itt að sjá, hversvegna menn þurfi á að halda speki „evrópskra siðfræðinga á
12. öld“ til að útskýra slíkt samband. „Grettir er ekki einungis ofsamaður,
heldur sýnir hann einnig af sér mikið þolleysi“ (83), einsog Hermann kemst
að orði. Mikið rétt. En ætli menn liafi ekki hvenær og hvar sem er á hnettin-
um getað komizt hjálparlaust að þeirri einföldu reynslu, að slík skapgerð
manns geti valdið honum sjálfuin erfiðleikum og tjóni.
Það torveldar ekki sízt athugun á hugtakinu gæfa/hamingja í íslenzkum
fornbókmenntum, að það er notað í afar mismunandi merkingum. Gæfan,
eða ógæfan, getur verið nokkurs konar fylgja mannsins, einsog í ævi Gísla
Súrssonar; en hún getur einnig verið tengd aðeins vissum hliðum í lífi
mannsins, jafnvel einstökum atriðum. I Olajs sögu Tryggvasonar eftir Snorra
er Ólafur látinn spyrja einsetumann, „hvernug honum myndi ganga til ríkis
eða annarrar hamingju“ (266). Þ. e. a. s. hamingjan virðist hér vera skilin
ekki sem eiginleiki eða fylgja Ólafs, heldur sem hnoss, sem fellur honum í
skaut. Um Hákon jarl í sömu sögu segir, að hann hafi átti „speki ok kœnleik
at fara með ríkdóminum, rgskleik í orrostum ok þar með liamingjuna at
vega sigrinn ok drepa fjándmennina“ (298). En rétt á eftir fáum við að vita
um sama mann: „Manna grvastr var Hákon jarl, en ina mestu óhamingju
bar slíkr hgfðingi til dánardœgrs síns.“ (299) Hefur Ilákon þá verið hæði
gæfumaður og ógæfumaður? Auðsjáanlega er gæfan hér enginn allsráðandi
og stöðugur eiginleiki. Jarlinn hefur verið gæfusamur að mörgu leyti; liins-
vegar varð liann ógæfusamur í smánarlegum dauða sínum, þegar hann var
drepinn af þræli í svínabæli.
Hermann minnist dálítið hæðnislega á þá „formælendur heiðninnar“, sem
hann telur að líti svo á, að orðin gœja og hamingja séu „allt annarrar merk-
ingar í Alexanders sögu en Vatnsdæla sögu, en þetta mikilvæga orð kemur
alloft fyrir í báðum sögunum“ (82). En hvort sem við erum nú formælendur
hins eða þessa, þá er eitt víst: hamingj an er allt annarrar merkingar, og ekki
sízt af allt öðrum uppruna, í Alexanders sögu en í Vatnsdœla sögu. En einsog
kunnugt er, er Alexanders saga þýðing, eftir Brand Jónsson, á miklu og víð-
frægu söguljóði á latínu frá 12. öld. í því kvæði er óspart notað orðið for-
tuna, en Fortuna var hamingju- eða örlagagyðja fornítala. Hamingjan kemur
einnig fram persónugerð í Alexanders sögu. Þessi gyðja úthlutar mönnum
gæfu og ógæfu, og hefur ósjaldan verið kvartað undan hverflyndi hennar,
enda er tákn hennar hið hverfanda hvel.
Hamingjan í Alexanders sögu, eftir kristinn höfund og jafnkristinn þýð-
anda, er þá alheiðið hugtak, en úr allt annarri heiðni en hinni norrænu. Her-
248