Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Qupperneq 118
Tímarit Máls og menningar
elsku í brjósti sem fagurt hús gerir, nema sé það gamla kirkjan sem Guð'-
mundur Helgason prestur þarna á staðnum lét reisa, en Ingólfur bóndi á
Breiðabólsstaö byggði og vandaði sig við. Síöan komu þangað Talandi verk.
Svo leizt einum öldurmanni, sem þetta sá, að á þau þyrfti að setja sprengju.
Óhæfu teldi ég það, því vel má halda á sér hita inni í húsunum, og oft hafa
verri hús verið höfð að mannabústöÖum í dali þeim. I dalnum og á sama bæ,
gerðist einhver hin al-merkasta ástasaga, sem finnast kann, og liðu rétt fimm-
líu ár frá því að pilturinn og stúlkan sáust fyrst og þangað til þau gengu í
sitt langþráöa hjónaband. Meinleg örlög skildu þau að svo langa ævi, en
tryggðin veitti þeim þá umbun að himnaríkissælu gekk næst. I þrjú ár. Og
síðan um eilífar aldir mun hún gera það. Og vantar mig nú skáldsögumeist-
ara á borð við þá sem hæst teljast komizt hafa í mennt sinni, að fá þeim
þetta verkefni. Ég ætla það einum, og mun hann vaxa af því ef hann ræður
við það.
Fleira hefur gerzt á bæ þeim, m. a. sat þar maður endur fyrir löngu sem
svo ríkur var að hann tók kálfa frá kúnum, lét drepa þá og flá og hirða um
skinnin svo að úr þeim varð bókfell, og lét safna grösum í blek og vanda
blekið, svo að hvorutveggja mætti varðveitast um ókomnar aldir, sem hann
hélt ekki allmargar mundu verða, því á dómsdegi átti hann von. Hann var
maður kristinn (að nafni til?). Löngu síðar átti prestur nokkur lieima á
Rangárvöllum, sem engu minni fýsn hafði til skrifta, en gekk stundum illa að
skrifa „fyrir rokka- og krakkagargi“. Hvaða ráð hann tók, veit ég ekki, en
hinn tók það, þegar Jón murti og Hallbera, þessi börn, sem á sænsku mundu
hafa sögð verið „bortskamd“, létu svo illa að yfir tók, að gera þeim skemmti-
lega bók svo næði yrði á meðan þau læsu hana. Þetta hreif. Og eigum við
Eddu þessu að þakka.
Nú er hann löngu horfinn þessi óviðjafnanlegi sagnameistari, svo sem allt
hverfur. Samt kom hann aftur. Og ekki í lifandi líkama, heldur í steini. Og
ætla ég að hann líkist ekk steinmyndinni af sér nema svo sem til hálfs.
244
N.