Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Blaðsíða 59
Nyrðra, sySra, vestra
Guðlaugs sýslumanns á Akureyri, en hún dó úr berklum, áður en þau gift-
ust. Eg var þá í ungmennafélaginu, og við vorum ákaflega æst, ungmenna-
félagarnir, á móti frumvarpinu. Einhverjir tóku upp á því eina nóttina að
skrifa á bústað Stefáns skólameistara, Stefán Ískrarírot, altso Stefán ískrar-
í-rot. Það var ákaflega mikil æsing.
— Hvenær fórstu frá Akureyri?
— Mér varð sundurorða við Odd Björnsson, því að hann bar mig röngum
sökum. Aðalsteinn Sigmundsson, sem seinna varð kennari og þekktur ung-
lingafræðari, var í prentnámi hjá Oddi. Honum leiddist svo mikið í prent-
smiðjunni, að hann gerði viljandi alls konar prakkarastrik. Oddur kenndi
mér um að ala upp í honum óknyttina. Auðvitað var enginn fótur fyrir því,
en Aðalsteinn slapp við prentnámið. Ég sagði Oddi, að ég ætlaði mér ekki að
spilla lærlingum hans og fór úr prentsmiðjunni.
—- Hvað tók við?
— Ekki liðu nema tveir dagar, þangað til ég fékk tvö vinnutilboð sunnan
úr Reykjavík, annað frá Prentsmiðjunni Gutenherg og hitt frá Davíð Ost-
lund prentara. Ég réð mig til Gutenberg og fór suður eins fljótt og ég fékk
ferð.
III
—- Hvaða ár var það, sem þú fórst suður?
— 1913, um vorið. Ég vann í Gutenberg fram á haust. Þá réðst ég í nýja
prentsmiðju, Rún, sem Pétur Halldórsson stofnaði. Pétur var eigandi Bóka-
verzlunar Sigfúsar Eymundssonar og bókaútgefandi. Hann fékk til sín
Jakob Kristjánsson prentara, sem lært hafði hjá Oddi Björnssyni og var í
prentsmiðjunni, þegar ég kom þangað. Pétur sendi Jakob til Englands á
námskeið hjá Linotype-fyrirtækinu, í sex vikur. Þar lærði hann að fara með
setjaravél. Síðan gerði Jakob innkaup fyrir Pétur, keypti setjaravél, prentvél
og tilheyrandi letur. Prentsmiðjan Rún var sett á fót í Bergstaðastræti 21, í
kjallaranum.
— Það hefur verið 1914.
— Já, rétt fyrir slríð. Þetta var fullkomnasta prentsmiðja á Islandi. Hún
var með fyrstu setningarvélina, prentvél með sjálfíleggjara, hinum fyrsta,
sem var fluttur hingað til lands, og gekk fyrir rafmagni. Hún prentaði um
3000 arkir á klukkustund, en gömlu prentvélarnar prentuðu um 1200 arkir.
Jakob var prentsmiðjustjóri og ég var aðstoðarmaður hans. Hann setti og
ég prentaði. Þarna var Lögrétta prentuð, blað Þorsteins Gíslasonar.
185