Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Blaðsíða 13
Tvenn þáttaskil
ingaaðferðir voru skottulækningar einar, en mestu máli skipti þó, að ýmsar
einfaldar aðferðir og siðir breiddust út. Fólki varð ljóst sambandið milli
heilsu og rétts mataræðis, útilofls, líkamsáreynslu, hreins vatns og sápu.
Ymis ný tæki urðu fáanleg - allt frá tannburstum til getnaðarverja og
plástra. Varla er hægt að draga í efa, að læknavísindin hafi stórbætt heilsu
manna í upphafi tuttugustu aldar.
En hrátt tóku læknavísindin að nálgast síðari þáttaskilin. Læknar greindu
frá nýjum stórsigrum sínum árlega. Sérfræðingar í nýjum sérgreinum hjálp-
uðu fólki, sem þjáðist af sjaldgæfum sjúkdómum. Læknavísindin voru nú
miðuð við starfshópa á sjúkrahúsum. Trú almennings á undramátt lækna-
vísindanna óx svo, að heilbrigð skynsemi varð að þoka og sömuleiðis gömul
ráð um lækningar og heilsurækt. Abyrgðarlaus lyfjanotkun færðist í auk-
ana, fyrst hjá læknum, síðan hjá almenningi. Síðari þáttaskilin urðu, þegar
nytsemi verkaskiptingar lækna fór að minnka, ef miðað er við almenna vel-
líðan almennings. Síðari þáttaskilin má lelja um garð gengin, þegar ónyt-
semin tók að aukast, með aukinni einokun læknaveldisins, sem hafði í för
með sér aukna vanlíðan þorra almennings. Eftir að þessi síðari þáttaskil voru
orðin, héldu læknavísindin áfram að greina frá sífelldum framförum sínum,
sem miðuðust við takmörk þau, sem læknar settu sér og náðu: uppgötvanir,
sem segja mátti fyrir um, á sama hátt og kostnaðinn, sem þær höfðu í för
með sér. Nokkrir sjúklingar lifðu t. d. lengur, er grædd höfðu verið í þá
líffæri. Það, sem þjóðfélagið varð að borga fyrir brúsann, varð hins vegar
ekki lengur mælt á neinar venjulegar mælistikur. Það verður ekki mælt,
hvílíkt böl læknavísindin hafa bakað þjóðfélaginu - blekkingar, lang-
vinnar þjáningar, einmanaleiki, vonbrigði, erfðafræðileg hnignun — ekkert
af þessu verður talið tölum.
Aðrar stofnanir iðnaðarþjóðfélaganna hafa átt tvenn þáttaskil á sama
hátt. Það á ekki sízt við um þær þjóðfélagsstofnanir, sem endurskipulagðar
hafa verið frá vísindalegu sjónarmiði síðustu 150 árin. Menntamál, póstur,
samgöngur, góðgerðastarfsemi, jafnvel verkfræði, hafa átt svipaða þróun.
Fyrst er nýrri þekkingu beitt til að leysa afmarkað viðfangsefni og árang-
urinn er metinn með vísindalegum aðferðum. En á næsta stigi er árangur sá,
sem sýnt var fram á áður, notaður sem skálkaskjól, sem gerir sjálfskipuðum
sérfræðingaklíkum kleift að hefja sig á kostnað þjóðfélagsms alls.
Að því er samgöngur varðar, leið næstum öld frá því menn fóru að nota
vélknúin farartæki og til þess, sem nú er orðið, að menn eru orðnir algerir
þrælar bílsins. Eimvagnar voru teknir í notkun í borgarastríðinu í Banda-
139