Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Blaðsíða 55
Nyrðra, sySra, vestra
baukað, hurfu bandhnyklar hjá móður minni. Móðir mín vissi ekki, hvernig
á hvarfi þeirra stóð, fyrr en hún uppgötvaði, að það var ég, sem tók þá. Ur
þeim bjó ég til silungsnet til að veiða í vatninu. Þannig byrjaði ég netagerð.
Ég lék mér mikið í stórum járnpotti, sem í hafði verið brætt hvallýsi. Hann
var uppi í bæjarsundi og þar voru líka hvalbein. í pottinum reisti ég upp
hvalbein, sem ég hafði fyrir mastur. Svo sat ég og kvað vísu, sem ég hef lík-
lega lært mjög ungur:
Stóra mastrið stend ég við
storminn fast í góni.
Aflið rastar út á hlið
öldu kastar ljóni.
— Brak úr skipi var í fjörunni neðan við bæinn og þar lék ég mér líka
oft. Svo var æðarvarp rétt við túnfótinn. Ég fór stundum í varpið með fólk-
inu, sem tíndi dún og safnaði eggjum. Undan æðarkollunum var alltaf tekið
eitthvað af eggjum. Það var til siðs að hafa með sér blátt blek í krúsum og
fjöðurstaf. Eggin, sem eftir voru, voru alltaf merkt með fjöðurstafnum, til
að ekki væru tekin gömul egg úr hreiðrunum. Þessu man ég vel eftir.
— Reri faðir þinn til fiskjar?
— Ég man, að faðir minn stundaði sjó frá Harðbak á lítilli byttu. Hann
reri alltaf einn og fór alltaf svo langt út, að við sáum hann ekki. Hann fisk-
aði oft vel og dró stundum fallegar lúður. Útfiri var mikið. Hann varð að
hafa langa festi í bátnum og draga hann að landi, þegar flæddi undir hann.
Stundum skaut faðir minn sel. Ég man eftir því, að eitt sinn þegar við vorum
að gera að fiski, kom selur upp undir fjöruna. Hann fékk mér rauðan tó-
baksklút og sagði mér að veifa klútnum framan í selinn, meðan hann hlypi
heim eftir byssu, en það var dálítill spölur heim að bænum. Ég gerði þetta,
en selurinn var farinn, þegar hann kom aftur, svo að ekki varð af þeirri
veiði. Hann hafði alltaf tvær byssur heima. Færeyingar og Frakkar áttu það
til að fara að landi og stela kindum. Hann lenti nú samt aldrei í illindum við
þá. Hins vegar kom hafís einn vetur að minnsta kosti. Ég man, að maður
heyrði þá stundum stunur í bjarndýrum. í beitarhús þurfti hann að fara
dálítið langa leið, sem lá fyrir framan vatnið. Hann hafði ævinlega með sér
byssu hlaðna.
— Voru miklar vetrarhörkur þessi ár?
— Það voru miklir snjóar. Það þurfti að moka frá bæjardyrunum. Bæjar-
181