Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Page 36
Kristján Jónsson
Ertu nú ánægð, kerling?
Hægt og sígandi skreið það saman. Lið fyrir lið óx það og stækkaði. Það
minnti á eilífðina. Þó var hann varla búinn að fara með nema sex þúsund
klukkustunda vinnu í það eða þar um bil. Þar að auki yrði það einhvern tíma
fullgert, það vissu þau bæði. Þau hlutu að geta þetta eins og allir aðrir. Þess
vegna fór hann léttur í lundu klukkan hálf níu á hverju kvöldi og vann til
hálf eitt.
Þau mundu hvert handtak eins og það hefði gerst í gær. Þegar grafið var
fyrir grunninum, slegið upp fyrir grunninum, grunnurinn steyptur, slegið
upp fyrir veggjunum, veggirnir steyptir, slegið frá, timbrið hreinsað, sperr-
urnar reistar, gaflarnir steyptir, þakið klætt með járni, pípulagningamenn-
irnir, múrverkið. Allt hitt mundu þau líka.
Hálf eitt á hverju kvöldi, þegar hann hætti að vinna, stóð hann andartak
kyrr, óhreinn og þefjandi af svita, og horfði á það.
Eins og þau höfðu raunar alltaf vitað, endaði með því að þau luku þessu
og fluttu. Að vísu þrem dögum seinna en áætlað var. Hann fékk leigubil, með
flösku, þegar hann var að þekja lóðina. Hringdi klukkan tíu. Eftir klukku-
tíma var hann orðinn fullur og hætti þó hann hefði klárað þetta ef hann hefði
verið til hálf eitt eins og alltaf.
Hún varð sár. Hún hafði ætlað að nota þessa peninga fyrir gluggatjöldum.
Það var bara útaf þessu sem flutningurinn tafðist um þrjá daga og þau voru
gluggatj aldalaus þangað til hann fékk næsta mánaðarkaup.
Að öðru leyti gekk lífið sinn vanagang þó að þau væru flutt. Samt var
þetta nýtt líf. Líf þess sem er frjór og sér eitthvað eftir sig fannst þeim. Þeim
leið eins og þau hefðu getið eitthvað af sjálfum sér.
Hann var í ákaflega góðu skapi þegar hann kom heim frá því að horga
síðustu víxilafborgunina. Það voru ekki nema þrjú ár siðan þau kláruðu en
hún gat strax hætt að taka vélritun heim til þess að drýgja tekjurnar. Það
eina sem þau áttu eftir var að endurnýja gamla innbúið frá því í blokkinni og
162