Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Side 36

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Side 36
Kristján Jónsson Ertu nú ánægð, kerling? Hægt og sígandi skreið það saman. Lið fyrir lið óx það og stækkaði. Það minnti á eilífðina. Þó var hann varla búinn að fara með nema sex þúsund klukkustunda vinnu í það eða þar um bil. Þar að auki yrði það einhvern tíma fullgert, það vissu þau bæði. Þau hlutu að geta þetta eins og allir aðrir. Þess vegna fór hann léttur í lundu klukkan hálf níu á hverju kvöldi og vann til hálf eitt. Þau mundu hvert handtak eins og það hefði gerst í gær. Þegar grafið var fyrir grunninum, slegið upp fyrir grunninum, grunnurinn steyptur, slegið upp fyrir veggjunum, veggirnir steyptir, slegið frá, timbrið hreinsað, sperr- urnar reistar, gaflarnir steyptir, þakið klætt með járni, pípulagningamenn- irnir, múrverkið. Allt hitt mundu þau líka. Hálf eitt á hverju kvöldi, þegar hann hætti að vinna, stóð hann andartak kyrr, óhreinn og þefjandi af svita, og horfði á það. Eins og þau höfðu raunar alltaf vitað, endaði með því að þau luku þessu og fluttu. Að vísu þrem dögum seinna en áætlað var. Hann fékk leigubil, með flösku, þegar hann var að þekja lóðina. Hringdi klukkan tíu. Eftir klukku- tíma var hann orðinn fullur og hætti þó hann hefði klárað þetta ef hann hefði verið til hálf eitt eins og alltaf. Hún varð sár. Hún hafði ætlað að nota þessa peninga fyrir gluggatjöldum. Það var bara útaf þessu sem flutningurinn tafðist um þrjá daga og þau voru gluggatj aldalaus þangað til hann fékk næsta mánaðarkaup. Að öðru leyti gekk lífið sinn vanagang þó að þau væru flutt. Samt var þetta nýtt líf. Líf þess sem er frjór og sér eitthvað eftir sig fannst þeim. Þeim leið eins og þau hefðu getið eitthvað af sjálfum sér. Hann var í ákaflega góðu skapi þegar hann kom heim frá því að horga síðustu víxilafborgunina. Það voru ekki nema þrjú ár siðan þau kláruðu en hún gat strax hætt að taka vélritun heim til þess að drýgja tekjurnar. Það eina sem þau áttu eftir var að endurnýja gamla innbúið frá því í blokkinni og 162
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.