Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Blaðsíða 102
Tímarit Máls og menningar
sérstaklega gamlar konur. Staða kvenna á miðöldum og síðar var ekki uppá
marga fiska, og veikleiki þeirra fyrir áhrifum kölska varð ekki til að styrkja
hana. Þó gekk ákærendum illa að koma heim og saman fólskuverkum gam-
alla kvenna, sem taldar voru nornir og vesölu ástandi þeirra sjálfra, svo að
þær virtust ekki líklegar til stórræðanna við fyrstu sýn. En þetta var auðvelt
að skýra á þann veg, að djöfullinn yfirgæfi þær, þegar þær voru komnar í
hendur ákærendanna og þá væri þeim engrar hjálpar að vænta frá herra sín-
um og meistara. í Evrópu var fjöldi ákærðra kvenna mörgum sinnum fleiri
heldur en karla, enda lofar Sprenger guð fyrir það, að hann hafi verndað
karlkynið fyrir ósköpum galdranna. Það þurfti ekki meira en að gömul kona
byggi einsömul í kofa, til þess að vekja tortryggni, hvað þá ef hún stundaði
grasalækningar og fór með þulur eða tuldraði við grasasuðu. Þá gat enginn
efazt um, að þar færi römm galdranorn. Konur urðu líka oft eldri heldur en
karlmenn á þessum tímum, og urðu með aldrinum ískyggilegar í útliti. Sum-
ar þessara kvenna hafa kunnað eitthvað í því sem nefndist forn fræði, sem
var meinlaust kukl, og í löndum mótmælenda hafa þær munað kaþólskar bæn-
ir. Slíkt nægði til að stimpla þær sem nornir. Palladius biskup, siðaskipta-
frömuður Dana, lýsti því yfir í vísitasíu í biskupsdæmi sínu, að allir þeir,
sem færu með kaþólskar bænir og signingar væru galdranornir eða seið-
skrattar og skyldu brennast.
Ekkjur voru oft bornar galdraáburði og annað kvenfólk, sem samlagaðist
ekki samfélagsviðmiðuninni um hegðun og jafnvel útlit. Sprenger taldi latn-
eska orðið „femina“, kona, þýða veiklun trúarinnar eða veika trú, fe = trú
og mina = mínus. Gamlar konur og konur sem lifðu ekki því, sem nefnt var
eðlilegt kvenlegt líf voru alltaf auðveld bráð fyrir kölska. Barnlausar konur,
óbyrjur og ógiftar rosknar konur verða einkum fyrir galdraáburði í Afríku
nú á dögum, og svo mun hafa verið á 16. og 17. öld í Evrópu.
Það tók brennuvargana ekki langan tíma að fá gamlar veikburða konur
til þess að játa það á sig, sem þeir vildu láta þær játa, með pyndingum. Ekk-
ert sannfærði áköfustu ákærendurna þó jafnvel um galdurinn sem staðreynd
eins og þær játningar nornanna, sem fengust án þess að þær væru beittar
pyndingum. Ein slík norn er sögð hafa játað sig seka fyrir dómstóli og síðan
haldið játningunum áfram á bálkestinum. Ýmsar orsakir gátu legið til þessa.
Fjölmörg dæmi eru um það í morðmálum, að margir aðilar þykjast hafa
framið morð, sem var eins manns verk, og kemur hér til sektarkenndin. Sekt-
arkenndin virðist verða mönnum ofviða og þá stöðvar enginn skriftaflaum-
inn sem flæðir fram og brýtur af sér allar hömlur, sem haldið hafa henni í
228