Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Síða 15
Tvenn þáttaskil
ræðum þeim, sem þessar upplýsingar liafa leitt af sér, með því að afla enn
meiri upplýsinga. Það er orðin tízka að halda því fram, að þau vandamál,
sem tækni og vísindi hafa skapað, verði bezt leyst með enn meiri vísindum
og enn þróaðri tækni. Bót á lélegri stjórnun fengist þá með enn meiri stjóm-
un. Og sérfræðilegar rannsóknir má bæta upp með enn kostnaðarsamari þver-
vísindalegum rannsóknum, á sama hátt og þegar mengunarvandi í fljótum er
leystur með því að skella á markaðinn dýrum þvottaefnistegundum, sem
ekki er mengunarhætta af. Og eigi að safna enn nýjum upplýsingaforða,
auka þekkingu enn að mun og reyna að leysa vandamál samtíðar okkar með
því að framleiða enn meira af vísindum, - þá er allt kórónað. Lengra verður
naumast komizt í þeirri viðleitni að afstýra kreppum með því að styrkja allt
það, sem skapar þær.
Jón Gunnarsson þýddi.
[Ivan niich er fæddur í Vín áriff 1926. Hann nam guðfræði og heimspeki við Gregorí-
anska háskólann í Róm og tók doktorsgráðu í sögu við háskólann í Salzburg. Hann fór
til Bandaríkjanna 1951, þjónaði um tíma sem aðstoðarprestur söfnuði Ira og Púertórík-
ana í New York, og var vararektor katólska háskólans í Puerto Rico 1956-1960. Hann
stofnaði 1964 í Cuernavaca í Mexíkó „Center for Intercultural Documentation“ (CID-
OC). Rit hans eru flest sprottin upp úr umræðum sem fram hafa farið á ráðstefnum og
námskeiðum CIDOC. Auk fjölmargra ritgerða í tímaritum hefur Rlich gefið út bækurn-
ar Celebration of Awareness, Deschooling Society, Tools for Conviviality. Síðastnefnda
bókin kom út 1973, og er hér birtur upphafskafli hennar. - Dlich telur sig vera að rita
„eftirmæli iðnaðaraldarinnar“ í þessum bókum og öðrum sem væntanlegar eru. Gagnrýni
hans á stofnanir nútímaþjóðfélags iðnaðarríkja og öfugþróun þeirra kemur glöggt í ljós
í þeim kafla sem hér er birtur. Jákvæðar hugmyndir hans koma þar hinsvegar ekki fram.
Sjálfur segir hann að sig langi til að sýna fram á að þeir tveir þriðjungar mannkynsins
sem aldrei hafa notið neinna ávaxta af dásemdum iðnaðaraldarinnar, eigi um aðra leið
að velja en breiða braut iðnvæðingarinnar. Hugsun Illich er að sumu leyti tengd vist-
fræðilegum kenningum. Þess þarf naumast að geta að kenningar Rlich hafa sætt harðri
gagnrýni. Málgögn páfans í Róm hafa gert hríð að honum; kommúnistaflokkar hafa lýst
hann í bann. Eins og nú er ástatt í heiminum munu þó margir heilskyggnir menn viður-
kenna réttmæti og skerpu gagnrýni hans. Hugmyndir hans um úrbætur kann sömu niönn-
um einatt að þykja útópískar; og jafnvel að mannlegu eðli sé hér enn einusinni sýnd of-
mikil tiltrú. En þess er þá að geta að kenningar Illich eru í mótun. - S. D.]
141