Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Blaðsíða 46
Tímarit Máls og menningar
— Jæja drengur minn, nú er hún amma gamla þreytt og ætlar að kveðja
alla til langs tíma.
Drengurinn segir ekkert, en horfir stóreygur á rúnum rist andlitið á kodd-
anum.
Vertu ekki hryggur, rýjan mín, amma er gömul, en þú ungur. Við hitt-
umst einhvern tíma á góðum stað. Mundu nú eftir því, sem amma gamla segir
þér nú:
Ég hef alltaf unnið mikið, unnið vel og samviskusamlega. En verið fátæk
mestan hluta æfinnar. Ég bað guð oft um að hjálpa mér. Oft og vel. Sumir
eru ríkir, en nú dey ég fátæk. Þess vegna segi ég þér rýjan mín: Trúðu ekki
á guð. A langri æfi hef ég komist að því að hann er ekki handa okkar líkum.
Drengurinn kinkaði kolli, hvarf til gömlu konunnar og yfirgaf síðan hrygg-
ur í hug dánarbeð ömmu sinnar.
5. Korn. Fáni er fáni.
Sólþerruð hús. Mjó gatan, sem skilur ósamstæðar húsaraðir að, er full af
fólki. Þungur niður skóa.
Nokkur forvitin augu stara úr gluggum húsanna. Sum hýsa stórfyrirtæki.
Einstaklingarnir á götunni mynda þétta fylkingu.
Svo langt sem augað eygir upp eftir stræti hinnar ungu borgar. Sígandi
elfur fólksins.
Einhvers staðar í voldugri mergðinni gengur roskinn maður við hlið ungr-
ar stúlku. Hann gengur skrykkjótt. Á erfitt með að fylgja straumnum þegar
tognar á.
Hún er léttstíg. Á í baráttu við sjálfa sig um það hvort hún eigi að bjóða
göngunaut sínum aðstoð. Við að halda á rauða fánanum.
Vindsveipir úr sundum milli húsa taka í.
Þegar nálgast göngulok er einsýnt að roskni fánaberinn muni dragast mjög
aftur úr. Hann haltrar áfram. Með armæðusvip.
Unga stúlkan tekur ákvörðun.
- Á ég ekki að styðja við fánann? spyr hún.
- Jú, ætli það ekki, svarar gamli maðurinn lágt. Honum léttir auðsjáan-
lega.
Þau ganga þegjandi um stund. Eftir hrynjandi hinnar sundurleitu fylk-
ingar.
Brátt berast ómar alþjóðasöngs þessa fólks úr fánaborginni fremst. Fyrst
172