Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Page 108

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Page 108
Tímarit Máls og menningar Þessi þróun massahugtaksins er dæmi um það, að fram hefur farið endur- nýjun eða leiðrétting fyrri reynslu. Hin beina athugun á náttúrunni hefur orðið fyrir skipulegri gagnrýni. Hugsunin hefur þannig þróast við mót- sögn; við afneitun einfaldrar þekkingar. Hin beina ferska athugun var vissulega upphaf vísindalegrar hugsunar og gildi þessa upphafs hefur ein- mitt verið það, að hægt var að brjóta niður og benda á mótsagnir. Niður- staðan er sú, að í dag er ekkert eftir af hinni fyrstu mynd. Hið stærðfræði- lega form hefur komið í stað beinnar skoðunar, sem tæki til þekkingar. A því leikur enginn vafi, að þessi skilningur á þróun nútíma vísinda, sem Bachelard hefur mótað og sett fram, táknar endalok vísindakenningar Immanúels Kants. I bók sinni Kritik der reinen Vernunft (Gagnrýni hreinnar skynsemi) frá árinu 1781, setti Kant fram grundvallarlögmál, sem fyrirfram áttu að gilda um öll vísindi. Þessi lögmál voru leidd af þeirri rökfræði, sem Kant hafði haft frá Aristotelesi. En eins og Bachelard bendir á, þá gildir þessi rökfræði ekki fyrir skammtafræðina. Samkvæmt rökfræði Kants og Aristotelesar, hlýtur hlutur að vera það, sem hann er; hann getur ekki líka verið eitthvað annað; að auki hlýtur hann að vera eins undir öllum kringumstæðum; einnig hlýtur hann að vera á einhverjum ákveðnum stað; og að lokum getur hann ekki verið á tveimur stöðum samtímis. En ekkert af þessu gildir um rafeindina; hún er öreind og þó er hún einnig alda; undir vissum kringumstæðum er ekki hægt að segja að hún sé rafeind, heldur að- eins ótiltekin alda, og öfugt; þá er aðeins hægt að staðsetja hana sem öreind, en ekki sem öldu, og þar að auki virðist hún geta verið á fleiri en einum stað samtímis. Með öðrum orðum: sá heimur, sem er viðfang vísindanna, er ekki lengur sá heimur sem maðurinn reynir. Hinn vísindalegi raunveruleiki er ekki leng- ur útfærsla einfaldra grundvallarlögmála, heldur verður hann sífellt flóknari, en það stafar af því að við verðum að ímynda okkur ákveðin ferli samtím- is, þrátt fyrir að slíkt sé eiginlega óhugsandi. Og þetta merkir, eins og Bachelard leggur áherslu á, að þekking á hinum hlutlæga eðlisfræðilega veru- leika er orðin algjörlega stærðfræðileg, því að aðeins með stærðfræðilegum reglum er hægt að sameina „það sem stríðir hvað móti öðru“ í okkar hug- myndaheimi. Upprunalega var að vísu um einhverja hugmynd að ræða, en tilraunir hafa neytt vísindin til að ganga í berhögg við ýmsar kenningar þekkingarfræð- innar; það hefur m. a. haft þær afleiðingar, að ekki er hægt að skilja atóm með því að ímynda sér eitthvað ákveðið, heldur aðeins með innsýn í þær 234
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.