Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Page 44
Tímarit Máls og menningar
2. Korn. Frelsið
Tvær skólastúlkur sátu á bekk og biðu eftir strætisvagni. Þær höfðu beðið
lengi, og styttu sér stundir við að ræða alheimsmálin af alvöru. Þær komu
víða við:
- Strætóinn er lengi á leiðinni hingað, sagði sú yngri, - það er spælandi
að hanga hérna svona lengi.
- Strætóarnir hafa svo lítið pláss þó það sé alltaf verið að rífa hús og
gera göturnar mörgum sinnum breiðari en bílarnir eru, sagði sú eldri eftir
dálitla umhugsun.
- Strætóar eru ekkert skemmtilegir lengur, sagði hin.
Hún tók þögn stöllu sinnar sem samþykki við þessari fullyrðingu.
- Stóru steypuhúsin ekki heldur, hélt hún áfram.
- Oj nei, fussaði sú eldri.
- Heyrðu, sagði sú yngri, - hvernig vilum við eiginlega hvort það sem
stendur í skólabókunum okkar er satt eða ekki?
- Þær eru með myndum og svo hefur fullorðna fólkið skrifað þær, svaraði
hin.
- Já, en pabbi minn segir að mannkynssagan mín sé lygi, þegar ég tala
við hann á kvöldin meðan hann fer úr gallanum.
Ákafi yngri stúlkunnar leyndi sér ekki.
- Það er alveg sama, pabbi minn, sem er miklu ríkari en hann pabbi þinn
segir að maður ætti ekki að hlusta mikið á fólk, sem alltaf er að kvarta yfir
öllu. Hann segir að bækurnar mínar og blaðið sem hann kaupir .. . þarna
Mogginn . .. sé miklu betri en öll vitleysan sem er verið að plata inn á okkur.
Hann er oft í útlöndum og veit svo margt.
- Ég trúi samt pabba mínum. Mamma segir þetta líka. Ég er alveg viss um
að allt sem maður á að vita stendur ekki í bókunum okkar. Pabbi segir mér
stundum sögur úr útlöndunum. Hann les þær í bókum.
- Heldurðu kannski að kennararnir og kallarnir, sem skrifa bækur handa
okkur séu að plata? spurði sú eldri undrandi.
- Nei, kannski ekki. En af hverju skrifar þá hann pabbi minn ekki kennslu-
bók handa okkur úr því að hann veit svona mikið. Eða hann Frikki múrari,
sem er alltaf að tala á fundum og skrifa í blöð, svaraði sú yngri og sparkaði
upp snjó með hægra fæti.
Skólasystir hennar sat þögul og hugsandi á svip.
- Við skulum spyrja kennarann, sagði hún allt í einu og hin kinkaði kolli.
170