Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Page 44

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Page 44
Tímarit Máls og menningar 2. Korn. Frelsið Tvær skólastúlkur sátu á bekk og biðu eftir strætisvagni. Þær höfðu beðið lengi, og styttu sér stundir við að ræða alheimsmálin af alvöru. Þær komu víða við: - Strætóinn er lengi á leiðinni hingað, sagði sú yngri, - það er spælandi að hanga hérna svona lengi. - Strætóarnir hafa svo lítið pláss þó það sé alltaf verið að rífa hús og gera göturnar mörgum sinnum breiðari en bílarnir eru, sagði sú eldri eftir dálitla umhugsun. - Strætóar eru ekkert skemmtilegir lengur, sagði hin. Hún tók þögn stöllu sinnar sem samþykki við þessari fullyrðingu. - Stóru steypuhúsin ekki heldur, hélt hún áfram. - Oj nei, fussaði sú eldri. - Heyrðu, sagði sú yngri, - hvernig vilum við eiginlega hvort það sem stendur í skólabókunum okkar er satt eða ekki? - Þær eru með myndum og svo hefur fullorðna fólkið skrifað þær, svaraði hin. - Já, en pabbi minn segir að mannkynssagan mín sé lygi, þegar ég tala við hann á kvöldin meðan hann fer úr gallanum. Ákafi yngri stúlkunnar leyndi sér ekki. - Það er alveg sama, pabbi minn, sem er miklu ríkari en hann pabbi þinn segir að maður ætti ekki að hlusta mikið á fólk, sem alltaf er að kvarta yfir öllu. Hann segir að bækurnar mínar og blaðið sem hann kaupir .. . þarna Mogginn . .. sé miklu betri en öll vitleysan sem er verið að plata inn á okkur. Hann er oft í útlöndum og veit svo margt. - Ég trúi samt pabba mínum. Mamma segir þetta líka. Ég er alveg viss um að allt sem maður á að vita stendur ekki í bókunum okkar. Pabbi segir mér stundum sögur úr útlöndunum. Hann les þær í bókum. - Heldurðu kannski að kennararnir og kallarnir, sem skrifa bækur handa okkur séu að plata? spurði sú eldri undrandi. - Nei, kannski ekki. En af hverju skrifar þá hann pabbi minn ekki kennslu- bók handa okkur úr því að hann veit svona mikið. Eða hann Frikki múrari, sem er alltaf að tala á fundum og skrifa í blöð, svaraði sú yngri og sparkaði upp snjó með hægra fæti. Skólasystir hennar sat þögul og hugsandi á svip. - Við skulum spyrja kennarann, sagði hún allt í einu og hin kinkaði kolli. 170
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.