Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Page 109
Vísindi og skáldskapur
deilur er leitt hafa til skilgreiningar atómsins í skammtafræðinni. Atómið
er nú ekki lengur annað en heildarniðurstaða þeirrar gagnrýni, sem hug-
myndin um það hefur orðið fyrir. Bachelard dregur af þessu þá ályktun, að
nútíma vísindi fjalli ekki lengur um aðeins það sem er eða er fyrir hendi,
heldur um það sem verður. Áhuginn á því sem er, hefur vikið fyrir áhugan-
um á því sem verður, og á sama hátt hafa sundurgreiningin og lýsingin þok-
að fyrir tilraunum og stærðfræðilegum reglum.
í einu af sínum síðustu ritum um vísindakenningar, sem út kom árið 1951
undir heitinu L’activité rationaliste de la physique contemporaine (sem e. t.
v. mætti nefna Rökhyggja í nútíma eðlisfræði) heldur Bachelard áfram að
hugleiða nútíma skammtafræði. Hann hendir á að rökræðan um öldur og
eindir á rætur sínar að rekja allt til Huyghens og Newtons. Það sem er nýtt,
er að þessi rökræða er orðin algjörlega stærðfræðileg. Hann varar menn
einnig við þeirri trú, að náðst hafi einhver skilningur á nútíma vísindum, þó
að sagt sé, að þau séu samslungin. Því að nú er ekki lengur talað um tvenns
konar hugmyndir, sem bæti upp eða komi hver í staðinn fyrir aðra. í nú-
tíma rannsóknum eru þessar tvær hugmyndir ekki annað en tvær sértekning-
ar (abstraktionir) til þess að lýsa sama eðlisfræðilega veruleikanum. Hins
vegar er engin ástæða til efahyggju; menn hafa sagt í glettni: á mánudögum,
miðvikudögum og föstudögum trúir vísindamaðurinn því að ljósið sé raf-
alda - á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum trúir hann hins vegar
því, að það sé öreindir. Og á sunnudögum hvílir hann sig og trúir hvorugu.
Hér er þó ekki um það að ræða, að menn séu neyddir til að trúa á einhverjar
ákveðnar hugmyndir um veruleikann. Heldur einfaldlega, að þeir finni þær
reglur, sem hægt er að nola í raunveruleikanum.
Nútíma vísindi eru þannig sjálfstæð rökleg hugsmíð. Þau eru tækni en ekki
skoðun. Þau eru tilbúið táknmál en ekki eðlilegt mál. í annan stað útheimta
þau sérhæfingu, því að sérhæfðar rannsóknir eru eina leiðin til að öðlast ná-
kvæma sönnun og staðfestingu á hinum vísindalegu reglum. En þessi sérhæf-
ing merkir þó ekki nauðsynlega, að maðurinn sé þræll tækninnar. Þvert á
móti, segir Bachelard: sérhæfing vísindanna hefur aðeins verið möguleg
vegna snilligáfu mannsins, þ. e. a. s. skynsemisstarfs hans, sem hefur lýst sér
í því, að afneita fyrri reynslu, jafnframt því sem nýjar hugmyndir hafa byggt
upp hina vísindalegu þekkingu.
En þvílíkt stökk er frá þessari vísindakenningu til bókanna La poétique
de Vespace (Skáldskapur víðáttunnar) frá 1957 og La poétique de la réverie
235