Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Blaðsíða 103
Galdrar
skefjum. Það virðist ekki þurfa nema tilviljunarkennd atvik til þess að vekja
slík viðbrögð, og atvikin eru ekki endilega tengd kveikjum sektarkenndar
viðkomandi persónu. Oft virðist eins og dularfullir glæpir verði einstakling-
um heppilegt tilefni til þess að geta blásið út eigin sektarkennd og friðþægt
fyrir hana með játningu og skriftum. Nokkur dæmi um játningar kvenna á
galdri og glæpaverkum gátu verið af slíkum toga. Það þurfti ekki annað að
koma til en hamin sektarkennd, sem var orðin þeim ofviða og leitaði útrásar
í játningu ímyndaðra verka, til þess að geta hlotið friðþægingu.
Draumar gátu einnig átt mikinn þátt í sjálfviljugum játningum um galdra-
kukl. I draumum koma furðulegustu kenndir upp í yfirborð draumvitundar-
innar. Öttadrauríar fullorðinna kvenna fyrrum vöktu oft svipaða skelfingu
með þeim eins og óttadraumar barna vekja nú með börnum. Skelfing og
hræðsla í vöku tók á sig hryllingsmyndir í draumum. Dulvituð óskhyggja
kemur skýrt fram í draumum. Freud hefur lýst þessu: „Hatur og drápshyggja
fá útrás og það er ekki óalgengt, að menn óski dauða sinna nánustu í draum-
um. Mönnum virðist sem þessar kenndir séu upprunnar í einhverjum afkim-
um sálarinnar, sem minna helzt á helvíti . ..“ Fyrrum höfðu menn mikla trú
á draumum, og skýrir, ,,syndsamlegir“ draumar höfðu mikil áhrif á sálar-
lífið. Þess konar draumar gátu orðið til þess, að dreymandinn gat farið að
ímynda sér að hann væri glataður og á snærum djöfulsins.
Syndsamlegar langanir að mati 16. aldar guðfræði hlutu að hærast í
brjóstum afskiptra kvenna bæði meðvitaðar og dulvitaðar. Þessar langanir
birtust þeim oft í draumum, oft í gervi þeirra mynda, sem vöktu mestan hryll-
ing á þeirri tíð. Kenningar klerkanna um vald hins illa staðfestust í draum-
um þeirra, og þær gátu ekki séð skýrar, hversu útskúfaðar þær voru frá guð-
legri náð. Kynórar voru taldir djöfulsins spilverk og sú sem hafði draumfarir
af þeim toga, gat álitið sig nokkurskonar brúði djöfulsins. Mögnunin á valdi
og afskiptum kölska gegnsýrði vitundarlífið og skelfingin sem spratt af þessu,
vitraðist í draumum. Það gat haft þær afleiðingar með þeim sem veiklaðastir
voru andlega, að þeir teldu sig algjörlega á valdi Satans.
Sagan af Frangoise Fontains vottar sefjunarmátt tíðarandans. Hún var
vinnustúlka í Normandí og var yfirheyrð án pyndinga og játaði að hafa átt
samfarir við djöfulinn. Hún kvað paurinn hafa heimsótt sig í líki karlmanns,
sem kom inn um gluggann. Geðlæknar nú á dögum þekkja keimlíkar sögur
sjúklinga sinna, nema hvað paurinn leikur ekki lengur annað hlutverkið,
heldur hetja viðkomandi persónu.
Það má teljast merkilegt, að sálsýkisfaraldur galdraofsóknanna skyldi ekki
229