Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Blaðsíða 65
Nyrðra, syðra, vestra
— Hvenær tók að bera á ágreiningi innan Alþýðuflokksins?
— Það var á þingi Alþýðusambands Islands og Alþýðuflokksins, sem
lialdið var í Reykjavík 1922, í Góðtemplarahúsinu. Þá komu í fyrsta sinn
fram hægri og vinstri armar innan Alþýðuflokksins. Það æxlaðist svo, að ég
varð málsvari vinstri armsins á þinginu, í fjarveru Olafs Friðrikssonar, og
liöfðum við tveggja til þriggja atkvæða meirihluta á því. Ég var fulltrúi
fyrir sjómannasamtökin á Akureyri.
— Hverjir stóðu fastast með þér vinstra megin?
— Það var náttúrlega Ottó Þorláksson og Hendrik sonur hans og Har-
aldur Guðmundsson skipstjóri á Isafirði.
-— Hverjir höfðu orð fyrir hægri arminum?
— Jón Baldvinsson, Pétur Guðmundsson, Sigurjón Ólafsson og Guð-
mundur Oddsson, sem alla tíð hefur verið harður hægri maður, og Felix,
sem sá um Iðnó.
— Hvernig lyktaði málum á þinginu ?
— Þar eð þessi klofningur stóð á svona glöggu, voru kosnir menn til að
jafna deilurnar. Samið var um stjórn Alþýðuflokksins. Samþykkt var að
deila ekki í Alþýðublaðinu um stefnumál. Ólafi Friðrikssyni var vikið frá
ritstjórn þess. í stað þess var hann gerður að erindreka flokksins í því skyni,
að hann ferðaðist um landið á vegum hans. Hann átti að hafa sama kaup
sem erindreki og hann hafði haft sem ritstjóri.
— Hvernig undi Ólafur Friðriksson þessum málalokum?
— Þá kom í Ijós andleg veila hans, í fyrsta skipti að mínu áliti. Hún birt-
ist þannig, að hann hélt, að við værum að leika á hann með því að gera
hann að erindreka. Tilætlan okkar var hins vegar öll önnur. Við bjuggumst
við, að hann sætti þessu færi til að afla sér meirihluta á næsta þingi Al-
þýðusambands og Alþýðuflokksins. Að því leyti brást hann okkur. Hann
fór aldrei á burt úr bænum. Eftir þetta þekkti ég ekki Ólaf Friðriksson fyrir
sama mann og áður. Hann varð alltaf æstur, ef maður varð á öðru máli en
hann. Það kom aldrei fyrir, áður en þetta gerðist.
— Þú hefur snemma kynnzt Jóni Baldvinssyni?
— Það var Ólafur Friðriksson, sem att Jóni Baldvinssyni fram á vettvang
stjórnmálanna. í fyrstu þurfti að beita Jón fortölum. Þótt hann væri alltaf
fundvís á rök, var talandi hans lengi vel slæmur. Við Ólafur vöndum það af
honum með því að sýna honum, hvernig hann ætti að flytja mál sitt.
— Hvernig féll þér við Jón Baldvinsson?
— Jón Baldvinsson var vel greindur maður, en hann var ekki sósíalisti og
191