Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Qupperneq 123
Nokkrar athugasemdir um siðjrœSi og hamingju
manni finnst það vera „undarlegt fyrirbæri, ef íslendingar á 13. öld beittu
orðunum gæfa og hamingja í þágu einnar merkingar í þýddum ritum og ann-
arrar í frumsömdum sögum“ (82). Þvert á móti, ekkert er eðlilegra. Þegar
Brandur sezt við að þýða hið Iatneska söguljóð, þá veit hann sjálfsagt, að
orðið fortuna á ekki við alveg sama hugtak og orðin gœfa og hamingja í
móðurmáli hans. En hugtökin eru skyld, þrátt fyrir allt, og þessvegna kýs
hann að nota orðið liamingja í dálítið „latneskri merkingu", heldur en að
basla við að finna upp íslenzkt nýyrði. Slíkt er ekkert einsdæmi í starfi þýð-
enda, fyrr og síðar; sbr. Magnús Ásgeirsson, þegar hann gerir sænskan ný-
liða (í hernum) (,,rekryt“) að íslenzkum bílstjóra í framúrskarandi þýðingu
á kvæði eftir Gustaf Fröding!
I hákristilegu miðaldariti, sem er til á mörgum málum, og var einnig þýtt
á norrænt mál, Barlaams saga ok Josaphats, segir á einum stað um ástandið
eftir syndaflóðið, að mennirnir hafi versnað æ því meir: „Sumir trúðu, at
allir hlutir skyldu sjálfkrafi verða, ok skyldi allt skipast með engri íorsjá,
ætluðu engan guð vera þann er þeir áttu undir at lúta. Einir trúðu, at ham-
ingjan myndi fagnað olc fremð veita ok at orlgg ok auðna myndu yllu ráða“
(25). Setning sú, sem hér hefur verið skáletruð, sýnir að þessi kristni mið-
aldahöfundur lítur á hugtökin hamingja, auðna og örlög sem syndsamlega
trúvillu, fráfall frá guði. Á svipaðan hátt hneykslast heilög Birgitta í opin-
berunarritum sínum á manni nokkrum, af því hann heldur að öllu sé stjórn-
að af „skápnom ok lykko“. Auðsjáanlega lítur hún nú, um miðja 14. öld, á
slík „djöfulleg orð“ sem vott um rammheiðinn hugsunarhátt af innlendum
uppruna.
Hugtakinu gæfa/hamingja verða vissulega ekki gerð sómasamleg skil í
stuttri grein. En hinar fátæklegu athugasemdir hér að framan virðast að
minnsta kosti ekki styðja þá skoðun Hermanns, að þetta hugtak í íslenzkum
fornbókmenntum verði að skilja í ljósi kristinnar miðaldasiðfræði. Hann
gefur því miður engin áþreifanleg dæmi um, hvernig evrópskir siðfræðingar
á 12. öld nota hugtakið hamingja. Ég fæ heldur ekki séð, að það sem hann
segir um kenningar Ágústínusar eigi neitt skylt við þetta hugtak einsog það
birtist í Islendingasögum. Hermann vitnar í orð Ágústínusar um skyldu
mannsins að „leita hamingjunnar“, og að óhamingja felist „annars vegar í
því að girnast eitthvað, sem er ekki gott, og hins vegar að hætta við að ná
góðu marki“ (83). En ég man ekki eftir neinu dæmi í norrænum bókmennt-
um, þar sem hamingjunni væri lýst einsog hér sem takmarki, sem mennirnir
eigi að leita að. Það þýðir ekkert að girnast hamingjuna. Hamingjan, eða
249