Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Síða 92
Tímarit Máls og mcnningar
það væri ekkert ákveðiö vitað um tilorðningu djöfulsins og ára hans, en þeir
þóttust þó vissir um tilveru iiins Vonda, að minnsta kosti frá upphafi sköp-
unar mannsins, sbr. höggorminn í Paradís, sem þeir þóttust vita að væri djöf-
ullinn sjálfur.
Auk Satans var talið, að allmargir aðrir englar hefðu syndgað með því að
eiga mök við jarðneskar konur, sbr. Genesis 6, 2. 4. Sú kenning kom upp
ineðal júðskra guðfræðinga. Einnig var því haldið fram, að hrokinn hafi or-
sakað fall allra illra engla, og að Satan hafi spillt mörgum englum og þeir
fallið með honum.
Samkvæmt kenningunum voru hinir föllnu hraktir af himnum og því til
sönnunar vitnuðu menn í orð Krists: „Eg sá Satan falla af himnum eins og
eldingu,“ Lúk. 10, 18. Snemma á miðöldum kom fram kenningin um, að hluti
englanna hafi staðið að uppreisn gegn guði, og að Mikael höfuðengill hafi
hrundið þeim af himni. Þeirri kenningu var síðar mótmælt kröftuglega af
Alkuin.
Sumir guðfræðingar vildu gera mun á illum englum og árum eða djöflum,
en þeir síðast nefndu voru oft taldir afkomendur illra engla og jarðneskra
kvenna. Síðan renna þeir saman í einn hóp ára og djöfla samkvæmt djöfla-
fræði síðari tíma.
Dvalarstaður Satans og ára hans var lengi vel álitinn loftið og einnig sálir
illra manna. Sú skoðun var studd Efesusbréfi 2, 2., þar sem talað er um
valdhafann í loftinu, andann sem starfar í sonum óhlýðninnar. Kenningarn-
ar um dvalarstað djöflanna á jörðinni og í djúpunum voru einnig taldar góð-
ar og gildar. Origenes kirkjufaðir taldi, að ef til vill gæfist djöflunum ein-
hverntíma tækifæri til þess að afplána tilveru sína, og væru þeir því ekki al-
gjörlega glataðir. En sú kenning var dæmd villa af skólaspekinni. Samkvæmt
kenningum hennar voru djöflarnir eilíflega fordæmdir.
Tertúllian kirkjufaðir taldi, að illir englar lifðu einnig í vatni, svo og
djöflar, og að þeir notuðu gjarnan vatn til þess að gera mönnum bölvun.
Oveður og ofsaveður voru kennd illum öndurn og ýmsir kirkjufeður töldu, að
fjölkynngismenn gætu tryggt sér aðstoð andanna með réttum áköllum og sær-
ingum. Þeir töldu einnig, að fjölkynngi yrði aðeins framkvæmd með hjálp
fallinna engla. Origenes taldi, að slíkt yrði aðeins framkvæmt innan þeirra
marka, sem guð setti.
Skurðgoðadýrkun var talin djöflatrú. Heiðingjarnir dýrkuðu djöfulinn í
skurðgoðum sínum, og lengi var deilt um, hvort skurðgoðið væri djöfull í
sjálfu sér eða djöfullinn hyggi í því.
218