Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Blaðsíða 61

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Blaðsíða 61
Nyrðra, syðra, vestra koma. Að þessu sinni sagði Stefán við mig: Komdu bara. Þú getur fengið að vera í þriðja bekk næsta vetur. — Þú hefur þá farið norður? — Ég sat í þriðja bekk Gagnfræðaskólans á Akureyri veturinn 1915- 1916 og tók gagnfræðapróf um vorið. — Fórstu síðan í Menntaskólann í Reykjavík? — Ég fór í fjórða bekk Menntaskólans um haustið. Böðvar byrjaði á því að gefa mér 5 í ensku, hann sagði, að ég hefði ágætan talanda í ensku. Þá voru stríðsár, og það var verið að spara kol. Við vorum sendir heim um vorið, þegar eftir var hálfur annar mánuður af skólaárinu. Næsta haust mætt- um við 1. september, og við vorum í skólanum einn mánuð og vorum síðan látnir taka próf upp úr fimmta bekk, og það gerðum við. Við af þessum árgangi vorum eiginlega ekki reglulegir nemendur nema í sjötta bekk. — Gafstu þig að félagsmálum í Menntaskólanum? — Veturinn 1918-1919 stofnuðum við stúku, því að margir piltanna voru dálítið drykkfelldir, en ég hafði verið lemplari frá barnsaldri. Við kölluðum stúkuna Mínervu og kusum Stefán Jóhann Stefánsson æðstatemplar, en ekki kom hann nema á slofnfundinn. — Vannstu með lestrinum? — Ég var til sjós bæði 1915 og 1916. Þá vatt ég mér að því að endur- reisa sjómannafélagið á Akureyri. Ég var kjörinn á þing Alþýðusambands- ins af því. — Var það á þessum árum, að þú vannst að netagerð? — Ég lærði netagerð sem strákur af föður mínum. Ég bætti stundum nætur fyrir menn á sumrin. Ég fékk sveinsréttindi og tók mér síðar meistara- réttindi í prentiðn. Næstu ár, meðan ég taldi mig enn eiga heima á Akureyri, var ég í verkalýðsfélaginu á Akureyri. Einar Olgeirsson var líka í því. — Hvenær tókstu stúdentspróf? — Ég varð stúdent 1919. Fyrir sakir þess, að mér hafði upphaflega seinkað um eitt ár, var Garðstyrkurinn úr sögunni, en ekkert komið í hans stað. Ég hafði ætlað mér að læra efnafræði og eðlisfræði, en þá hafði aðeins einn íslendingur numið þau fræði, Trausti heitinn Ólafsson. Ég sótti um styrk til Alþingis til að nema þessi fræði, en umsókn minni var synjað. Þess vegna hætti ég við nám í þessum greinum. Sumarið 1919 vann ég á síldar- plani á Siglufirði. — Tókstu strax til við laganám? — Já, en sakir anna, sem ég er í þann veginn að víkja að, stundaði ég 187
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.