Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Qupperneq 61
Nyrðra, syðra, vestra
koma. Að þessu sinni sagði Stefán við mig: Komdu bara. Þú getur fengið að
vera í þriðja bekk næsta vetur.
— Þú hefur þá farið norður?
— Ég sat í þriðja bekk Gagnfræðaskólans á Akureyri veturinn 1915-
1916 og tók gagnfræðapróf um vorið.
— Fórstu síðan í Menntaskólann í Reykjavík?
— Ég fór í fjórða bekk Menntaskólans um haustið. Böðvar byrjaði á því
að gefa mér 5 í ensku, hann sagði, að ég hefði ágætan talanda í ensku. Þá
voru stríðsár, og það var verið að spara kol. Við vorum sendir heim um
vorið, þegar eftir var hálfur annar mánuður af skólaárinu. Næsta haust mætt-
um við 1. september, og við vorum í skólanum einn mánuð og vorum síðan
látnir taka próf upp úr fimmta bekk, og það gerðum við. Við af þessum
árgangi vorum eiginlega ekki reglulegir nemendur nema í sjötta bekk.
— Gafstu þig að félagsmálum í Menntaskólanum?
— Veturinn 1918-1919 stofnuðum við stúku, því að margir piltanna voru
dálítið drykkfelldir, en ég hafði verið lemplari frá barnsaldri. Við kölluðum
stúkuna Mínervu og kusum Stefán Jóhann Stefánsson æðstatemplar, en ekki
kom hann nema á slofnfundinn.
— Vannstu með lestrinum?
— Ég var til sjós bæði 1915 og 1916. Þá vatt ég mér að því að endur-
reisa sjómannafélagið á Akureyri. Ég var kjörinn á þing Alþýðusambands-
ins af því.
— Var það á þessum árum, að þú vannst að netagerð?
— Ég lærði netagerð sem strákur af föður mínum. Ég bætti stundum
nætur fyrir menn á sumrin. Ég fékk sveinsréttindi og tók mér síðar meistara-
réttindi í prentiðn. Næstu ár, meðan ég taldi mig enn eiga heima á Akureyri,
var ég í verkalýðsfélaginu á Akureyri. Einar Olgeirsson var líka í því.
— Hvenær tókstu stúdentspróf?
— Ég varð stúdent 1919. Fyrir sakir þess, að mér hafði upphaflega
seinkað um eitt ár, var Garðstyrkurinn úr sögunni, en ekkert komið í hans
stað. Ég hafði ætlað mér að læra efnafræði og eðlisfræði, en þá hafði aðeins
einn íslendingur numið þau fræði, Trausti heitinn Ólafsson. Ég sótti um
styrk til Alþingis til að nema þessi fræði, en umsókn minni var synjað. Þess
vegna hætti ég við nám í þessum greinum. Sumarið 1919 vann ég á síldar-
plani á Siglufirði.
— Tókstu strax til við laganám?
— Já, en sakir anna, sem ég er í þann veginn að víkja að, stundaði ég
187