Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Blaðsíða 119
Peter Hallberg
Nokkrar athugasemdir um siðfræði
og hamiugju
..Hamingja í íslenzkum fornsögum og siöfræði miðalda“ nefnir Hermann
Pálsson grein sína í Tímariti Máls og menningar, 1974, 1.-2. hefti. En það
heiti gefur í sjálfu sér nokkra hugmynd um aðalsjónarmið hans. Um orðin
gœfa og hamingja segir hann, að þau séu sem slík „að sjálfsögðu af fornum
íslenzkum toga, en hitt engan veginn einsætt, að höfundar íslendingasagna
hafi notað þau í sömu merkingu og í heiðni“. I grein sinni leitast Hermann
nú við „að skýra þessi hugtök af sjónarhóli evrópskra siðfræðinga á 12.
öld“ (80).
Það er rétt, það má ekki einangra íslenzkar fornbókmenntir og höfunda
þeirra frá samtíma menntun og hugmyndaheimi Evrópumanna yfirleitt. En
málið fer að vandast talsvert, þegar farið er að skýra ákveðin gömul hugtök
einsog gæfa og hamingja „af sjónarhóli evrópskra siðfræðinga á 12. öld“.
Meginerfiðleikinn kemur strax í ljós, þegar Hermann talar um „sömu merk-
ingu og í heiðni“. En um merkingu þessara orða og hugtaka eigum við sem
kunnugt er enga vitneskju úr heiðninni sjálfri, heldur aðeins úr norrænum
miðaldaritum. Hvernig ættum við þá að geta sagt neitt um, hvað evrópskir
siðfræðingar á 12. öld hafi lagt hér af mörkum, að hverju leyti þeir hafi
breytt heiðinni merkingu þessara hugtaka? Það þyrfti a. m. k. að tengja þau
ekki aðeins við einhverjar almennar hugmyndir um mannþekkingu og sið-
ferði - sem gætu verið jafnt heiðnar og kristnar - heldur við ákveðið sið-
fræðikerfi kristinna miðaldahöfunda. Að mínu áliti fer því fjarri, að Her-
manni hafi tekizt það - sem er ekki heldur von, einsog sakir standa.
Eitt aðalsjónarmið Hermanns er, að hugtakið hamingja í Islendingasög-
um eigi að skoða sem „hluti af kerfi, þar sem vilji mannsins, ást og hvatir
eru virk öfl“ (83). Gæfa eða ógæfa eru m. ö. o. engin utanaðkomandi áhrif,
heldur nátengdar eðli mannsins sjálfs. Ogæfumaðurinn er ógæfumaður vegna
skapbresta sinna; ógæfan er þannig nokkurs konar sjálfskaparvíti.
En lítum aðeins á fyrstu dæmin í Heimskringlu. Þar segir í Ynglinga sögu
245