Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Side 38
Tímarit Máls og menningar
hafa reynt að venja sig á að reykja og drekka kaffi en þegar manni leiðist
kennir maður í brjósti um sjálfan sig og lætur allt eftir sér að lokum. Hafi
maður vanið sig á að drekka alltaf kók finnst manni kaffi vont og sé maður
einu sinni byrjaður að fitna verður matarlöngunin meiri en nokkru sinni.
Þetta var erfitt. Þetta var satt að segja vítahringur. Það sá hann strax.
Hann lagði til að hún færi í frúarleikfimi svo að líkaminn brenndi meiru af
því sem hún borðaði. í næstu viku kom hún að máli við hann, þar sem hann
sat yfir bókhaldinu, og sagði að þetta gæti ekki gengið.
Fyrsta daginn hafði hún reynt að fara með strætisvagni en hún fór úr hon-
um á skökkum stað og fann svo ekki leikfimina fyrr en allt var um garð
gengið. Þá fór hún að fara ineð leigubíluin og komst í leikfimina í þrjú skipti
en þar tók ekki betra við. Eftir fyrsta leikfimitímann var hún orðin glor-
hungruð. Hún var alltaf vön að fá sér miðdegiskaffi á þessum tíma dags, kók
og vínarbrauð, og húngrið hvíslaði í eyra hennar að maður ætti að ráða því
hvenær maður fengi sér miðdegiskaffi.
Sulturinn hafði vond áhrif á hana, gerði hana nervusa, og henni fannst að
þau hefðu nógu lengi orðið að taka tillit til annarra, á meðan þau bjuggu í
blokkinni, þó þau gætu ráðið sér sjálf þegar þau voru loksins komin í rað-
hús. Við þetta bættist svo það sem var allra verst, sagði hún. Hún hefði fegin
þolað allt hitt ef það hefði ekki verið. Það var ekki hægt að treysta leigubíl-
stjórunum. Hún hafði oft heyrt sögur af leigubílstjórum sem keyrðu beint á
afvikna staði ef þeir voru með eina konu í bílnum. Hver veit hvað komið
getur fyrir? Hver veit?
Hún hætti í leikfiminni. Honum fannst ekki að hann gæti krafist þess að
hún héldi áfram. Hún var búin að vara hann við og sökin yrði hans ef eitt-
hvað henti. Daginn eftir kom hann heim með megrunarkex. Þeir sögðu að ef
menn mauluðu það, í stað þess að vera síborðandi, þá hætti menn að langa í
mat. Hann sagði henni þetta þegar hann kom með kexið og hún varð glöð og
hrópaði: Ég vissi alltaf að þú mundir finna einhver ráð.
Það var tveim dögum seinna að hún kom aftur til hans, með grátstafinn í
kverkunum, þar sem hann sat yfir hókhaldinu Hún var búin með allt megr-
unarkexið og hafði þar að auki ekki staðist að smyrja það með smjöri. Hún
var svo óvön að borða smjörlaust. Hún sagðist vera farin að greina vikulega
aukningu á fitunni. Hún var búin að víkka öll fötin sín eins og hægt var en
samt var meirihlutinn að verða of þröngur. Hún yrði að henda næstum nýj-
um fötum og honum ofbauð þetta síðasta. Þetta fannst honum þó vera að
henda peningum.
164