Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Page 8

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Page 8
Ivan Illich Tvenn þáttaskil Árið 1913 markar þáttaskil í sögu læknisfræðinnar. Um það leyti fóru sjúklingar að eiga meira en 50 prósent líkur á því, að háskólagengnir læknar myndu sinna þeim með góðum árangri, - auðvitað að því tilskildu, að þeir þjáðust af sjúkdómum, sem skráðir voru í fræðirit læknavísindanna á þess- um tíma. En alþýðulæknar og grasalæknar, sem þekktu sjúkdóma sveitunga sinna og ráðin við þeim — og áttu auk þess traust sjúklinga sinna — höfðu ævinlega náð jafngóðum árangri eða betri. Læknavísindin hafa síðan haldið áfram að gljáfægja skilgreiningar sínar á því, hvað sjúkdómar séu og hvernig snúast megi við þeim. Þjóðir Vestur- landa hafa vanizt á, að krefjast fullkominnar læknisþjónustu - miðað við skilgreiningar læknisfræðinnar sjálfrar. Þannig gerðist það í fyrsta skipti í mannkynssögunni, að læknar gátu metið starf sitt á mælikvarða, sem þeir liöfðu sjálfir smíðað. Þetta átti rót sína að rekja til þess, að innsýn hafði fengizt í eðli ýmissa fornra ógnvalda: nú var hægt að hreinsa drykkjarvatn og draga úr ungbarnadauða; pestum mátti halda í skefjum með því að eyða rottum; sýfilissýkla mátti skoða í smásjá og eyða þeim með salvarsan, og hættan á því, að þetta lyf ylli eitrun, var reiknuð út. Hægt var að afstýra sýfilis, greina hann og lækna með fremur einföldum aðferðum. Sykursýki var hægt að greina, og sjúklingar gátu skammtað sér insúlín sjálfir og lengt þannig líf sitt. En það undur gerðist, að því einfaldari sem aðferðirnar urðu, þeim mun harðari urðu kröfur læknastéttarinnar um einokunarvald á beitingu þessara aðferða, þeim mun lengri varð námstíminn, sem krafizt var, áður en læknir fékk að handleika einföldustu tæki - og þeim mun háðari varð almenningur læknastéttinni. Heilsurækt, sem áður var talin til al- mennra dyggða, varð nú að þrælskipulagðri trúarathöfn einnar stéttar við altari vísindagreinarinnar. Barnadauði minnkaði, hægt var að koma í veg fyrir eða lækna algeng- ar tegundir smitsótta, og meiri háttar sjúkdómum var sinnt með tals- verðum árangri. Hin geysimikla lækkun dánartölu og fækkun sjúkdómstil- 134
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.