Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Qupperneq 57
Nyrðra, syðra, vestra
man alltaf eftir því. Ferðasöguna skrifaði ég á þrettánda ári í barnaskólanum
á Akureyri.
•— Hefurðu komið aftur að Harðbak?
— Við hjónin fórum þangað fyrir einum sjö árum á bíl. Þá þóttu mér
vegalengdirnar vera styttri en þegar ég var ungur, en umhverfið þekkti ég.
II
— Hvar áttuð þið heima á Akureyri?
— Faðir minn byggði hús á Akureyri, Hafnarstræti 99. Það var í Bótinni,
að kallað var, rétt norðan við Torfunef. Á Torfunefi er Kaupfélag Eyfirð-
inga með starfsemi sína og í Grófargili. Þar bjuggu foreldrar mínir til 1932,
að faðir minn seldi húsið og byggði nýtt hús uppi í Brekku, beint á móti
sundhöllinni. í því húsi bjuggu foreldrar mínir til dauðadags.
— Hve mörg voruð þið systkinin?
— Þau eignuðust átta börn, en þrjú dóu á barnsaldri. Við, sem komumst
til fullorðinsára, vorum Sigrún Petrea, Jóhann, skósmiður á Akureyri, Rósa,
sem dó 1917, og Finnur, síðar þingmaður fyrir ísafjörð og ráðherra í ný-
sköpunarstj órninni.
—- Þú sagðist hafa gengið í barnaskólann á Akureyri.
— Faðir minn hafði ótrú á barnaskólunum, sem þá höfðu nýlega tekið til
starfa. Hann réð til sín húskennara á vetrum, sem kenndu okkur yngri bræðr-
unum, en eldri systkinin voru af námsaldri barna. Við fórum ekki í skólann
fyrr en ég var tólf ára og Finnur tíu ára. Við settumst báðir saman í efsta
bekk og vorum í honum tvö ár. Ég var jafnvígur á allt, sem ég lærði, en
bafði meira heyrnarminni en sjónminni.
— Gekkstu til daglegra starfa á Akureyri sem unglingur?
— Faðir minn átti sjóbúð úti í Hrísey, á Yztabæ, og var hann þar á vorin,
frá því að fiskur kom og þar til sláttur hófst. Ég byrjaði tíu ára gamall
að róa með honum á fjögurra manna fari. Á því reru hann og Jóhann
bróðir minn. Ég var kokkur í landi og eldaði ofan í þá. Ég fór þá líka stund-
um í hnísuróðra með Kristni gamla Stefánssyni, föður séra Stefáns á Völl-
um, og Stefáni sonarsyni hans, jafnaldra mínum. Við fórum á morgnana um
fjögur-leytið. Kristinn vakti okkur upp. Hann var orðinn fjörgamall. Það
var riða á honum, en óðar og hann tók upp byssuna fór riðan af honum.
Aldrei geigaði honum skot, það fór alltaf í skepnuna, sem hann miðaði á. Ég
hafði mikið gaman af því. Við Stefán fórum í róðra með Kristni gamla tvö
sumur, þegar við vorum 10 og 11 ára gamlir.
183