Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Page 57

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Page 57
Nyrðra, syðra, vestra man alltaf eftir því. Ferðasöguna skrifaði ég á þrettánda ári í barnaskólanum á Akureyri. •— Hefurðu komið aftur að Harðbak? — Við hjónin fórum þangað fyrir einum sjö árum á bíl. Þá þóttu mér vegalengdirnar vera styttri en þegar ég var ungur, en umhverfið þekkti ég. II — Hvar áttuð þið heima á Akureyri? — Faðir minn byggði hús á Akureyri, Hafnarstræti 99. Það var í Bótinni, að kallað var, rétt norðan við Torfunef. Á Torfunefi er Kaupfélag Eyfirð- inga með starfsemi sína og í Grófargili. Þar bjuggu foreldrar mínir til 1932, að faðir minn seldi húsið og byggði nýtt hús uppi í Brekku, beint á móti sundhöllinni. í því húsi bjuggu foreldrar mínir til dauðadags. — Hve mörg voruð þið systkinin? — Þau eignuðust átta börn, en þrjú dóu á barnsaldri. Við, sem komumst til fullorðinsára, vorum Sigrún Petrea, Jóhann, skósmiður á Akureyri, Rósa, sem dó 1917, og Finnur, síðar þingmaður fyrir ísafjörð og ráðherra í ný- sköpunarstj órninni. —- Þú sagðist hafa gengið í barnaskólann á Akureyri. — Faðir minn hafði ótrú á barnaskólunum, sem þá höfðu nýlega tekið til starfa. Hann réð til sín húskennara á vetrum, sem kenndu okkur yngri bræðr- unum, en eldri systkinin voru af námsaldri barna. Við fórum ekki í skólann fyrr en ég var tólf ára og Finnur tíu ára. Við settumst báðir saman í efsta bekk og vorum í honum tvö ár. Ég var jafnvígur á allt, sem ég lærði, en bafði meira heyrnarminni en sjónminni. — Gekkstu til daglegra starfa á Akureyri sem unglingur? — Faðir minn átti sjóbúð úti í Hrísey, á Yztabæ, og var hann þar á vorin, frá því að fiskur kom og þar til sláttur hófst. Ég byrjaði tíu ára gamall að róa með honum á fjögurra manna fari. Á því reru hann og Jóhann bróðir minn. Ég var kokkur í landi og eldaði ofan í þá. Ég fór þá líka stund- um í hnísuróðra með Kristni gamla Stefánssyni, föður séra Stefáns á Völl- um, og Stefáni sonarsyni hans, jafnaldra mínum. Við fórum á morgnana um fjögur-leytið. Kristinn vakti okkur upp. Hann var orðinn fjörgamall. Það var riða á honum, en óðar og hann tók upp byssuna fór riðan af honum. Aldrei geigaði honum skot, það fór alltaf í skepnuna, sem hann miðaði á. Ég hafði mikið gaman af því. Við Stefán fórum í róðra með Kristni gamla tvö sumur, þegar við vorum 10 og 11 ára gamlir. 183
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.