Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Page 10

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Page 10
Tímarit Máls og menningar hvað til hjálpar. Auk þess voru fleiri fyrirbæri skilgreind sem læknameö'- færi og nýjar sérgreinar settar á stofn til þess að tryggja stéttarfélaginu undirtökin einnig á þeim sviðum. Um það ley'-ti sem þessi síðari þáttaskil urðu. varð það einn aðalstarfi læknastéttarinnar að halda lífi í fólki, sem var orðið lienni háð og bjó í óheilsusamlegu umhverfi. Kostnaðarsamar fyrirbyggj andi aðgerðir og kostn- aðarsöm meðhöndlun urðu í sívaxandi mæli forréttindahlutur þeirra, sem til þess gerðu kröfu með tilvísun til fyrri neyzlu sinnar á þjónustu lækna. Að komast til sérfræðinga, á fræg sjúkrahús eða í alls konar undravélar er einkum kleift þeim, sem búa í stórborgum, þar sem kostnaður við heilbrigð- isaðgerðir á horð við vatnshreinsun og mengunareyðingu er þegar kominn fram úr hófi. Því hærri sem kostnaðurinn á hvern mann vegna fyrirbyggjandi aðgerða verður, þeim mun meiri verður lækningakostnaðurinn á mann, þótt furðulegt megi virðast. Sá sem áður hefur greitt mikið fé fyrir læknaþjón- ustu, á þannig kröfu á enn betri þjónustu. Það gildir um heilsugæzlu sjúkra- húsanna engu síður en um skólakerfið, að sá, sem eitthvað á, mun fá enn meira, en sá snauði skal sviptur því litla, sem hann á. I skólakerfinu merkir þetta, að þeir, sem mesta menntaneyzlu geta sýnt, munu einnig fá styrki að loknu háskólaprófi, en hinir, sem detta út úr skólakerfinu bera ekki annað úr hýtum en þann lærdóm, að þeir séu misheppnaðir einstaklingar. í lækna- vísindunum hefur þessi regla í för með sér, að þjáningin eykst með aukinni læknisþjónustu. Þeir ríku fá læknishjálp við sjúkdómum af völdum lækna, en þeir fátæku verða að sætta sig við þjáninguna. Eftir hin síðar nefndu þáttaskil tóku hliðarverkanir læknisþj ónustu að hrjá heilar þjóðir fremur en einstaklinga. í auðugum löndum tóku læknavís- indin að halda við miðaldra fólki, unz það var komið að fótum fram og þurfti enn fleiri lækna og sífellt flóknari læknisáhöld. Meðal fátækra þjóða gerðu læknavísindin það að verkum, að fleiri börn náðu unglingsaldri, og fleiri konur lifðu af barnsfæðingar. Þjóðunum fjölgaði meir en svo, að verkmenning þeirra og auðlindir nægðu til að fæða þær. Vestrænir læknar mitnotuðu lyf til þess að vinna bug á sjúkdómum, sem hinir innfæddu höfðu lært að búa við. Árangurinn varð sá, að nýir sjúkdómar komu fram, sem hvorki nútíma læknisaðferðir né læknislist hinna innfæddu gátu ráðið við. Um heim allan, en einkum þó í Bandaríkjunum, heittu læknavísindin sér að því, að rækta upp manngerð, sem einungis var hæf til stofulífs í umhverfi, sem varð kostnaðarsamt, vísindalega hannað á allan hátt og allt gert af manna höndum. Ein ræðukonan á þingi Læknasamtaka Bandaríkjanna hvatti 136
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.