Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Qupperneq 50
Tímarit Máls og menningar
Þegar vagninn stöðvaðist við körfuhaugana, tóku blökkumennirnir þrír aS
afhlaSa hann í sameiningu. Hægt og letilega. Þeir mösuSu.
- Og mér datt í hug þegar ég horfSi á bómullargrösin á ökrunum, aS viS,
ófrjálsir mennirnir, værum áreiSanlega fleiri en þau. Ef viS værum svona
mörg samankomin hér, einhuga, hvernig mættum viS þá endurheimta frelsiS?
spurSi einn þeirra.
Sá er hélt undir körfustafla á móti spyrjandanum, svaraSi fyrstur:
- Ég myndi berjast viS húsbændurna og koma þeim öllum í hlekki. Reka
þá héSan. Burt!
Sá þriSji sagSi þá: Þið virSið ekki trú okkar. Verum hógværir. Orlög okk-
ar eru ill, en vald útrýmir ekki valdi. Ég myndi reyna að semja við húsbænd-
urna um samvinnu í ýmsu, fyrst fyrir fáa bræður og systur okkar, síðan æ
fleiri þar til við gætum tekið stjórnina í okkar hendur og afnumið ófrelsið.
Húsbændur okkar eru ekki heimskir.
- Þeir sem hafa svipur láta þær ekki af hendi fyrir orð, sagði sá er fyrstur
hafði talað, - heldurðu að húsbændurnir leyfi okkur að beita valdboðum
sínum gegn sjálfum sér, sem auk þess eiga vopn og kunna að nota þau.
- ViS þurfum ekki að þrátta um svona augljóst mál, svaraSi sá er talað
hafði annar.
Samræður mannanna tóku snöggan endi er ríðandi gæslumaður þeysti
fram á þá. ÖskraSi ókvæðisorð og skipanir og lét smella í keyri yfir höfðum
þeirra.
Löngu seinna, þegar þrælaskipulagi og lénsskipulagi hafði verið kollvarp-
að víða um heim, stóð maður í ræðustól frammi fyrir fjölda fólks og sagði:
BræSur og félagar, látum okkur ekki dreyma um að unnt sé að afnema reglur
þær, sem lýðræði allrar þjóðarinnar hvílir á, með valdboðum. Engin átök
mega flekka það. Við verðum að ná ríkisvaldinu undir okkur smátt og smátt
og beita því fyrir okkur gegn stórlöxunum. Látum okkur ekki falla í gryfjur
byltingarhyggju og valdbeitingar. Við heimtum kosningar og frið.
9. Korn. Eintal yfir Ijósborði.
MaSur er rétt búin að éta kássuna og fá sér smók þegar djöfuls bjallan
glymur einsog það séu jól andskotans læti ætli að eigendurnir séu búnir með
sína kássu af silfurfötum og farnir að plokka orma eins og við ætli þeir séu
komnir í gallana eða útí Bensinn þeir eiga enga galla það er á hreinu nóg af
176