Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Page 98

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Page 98
Tímarit Máls og menningar hreyfingum mínum, en skyndilega varð ég yfirkominn af óskaplegu máttleysi og mér virtist sem ég félli niður í hyldýpi. Skyndilega tóku veggir stofunnar og loft að bylgjast og slást saman með háværum smellum. Húsgögnin og ým- iskonar smádót tók á sig ískyggilegar myndir og illileg, nærri því djöfulleg andlit, horfðu á mig úr myndarömmunum, sem héngu á veggjunum. Ég gat ekki haft vald á hugsunum mínum lengur. Ymsar óhugnanlegar verur tóku nú að birtast í hornum og skotum og herbergið fylltist rauð-fjólubláu og kaldbláu ljósi, og þessu fylgdi andstyggilegt ýlfur. Smám saman lægði hávað- ann og ég tók að hefjast upp. Það birti aftur og ég sá að ég var kominn hátt á loft yfir borginni, en mér virtist sem rauðleit slæða lægi yfir henni. Ver- urnar, sem birtust í stofunni, sveimuðu með mér og virtust vilja fá mig með sér í hringdans. Tíminn silaðist áfram og hver mínúta virtist sem eilífð. Þegar ég vaknaði daginn eftir, var því líkast, sem ég vaknaði til nýs lífs. Allan daginn var hjartslátturinn óreglulegur og ég sá umhverfið í móðu“. Annar höfundur W. E. Peuckert notaði nornamauk, gert eftir resepti úr ritinu „Magia naturalis“, sem kom út 1568. Hann og kunningi hans mökuðu maukinu á enni sér: „Við áttum erfiða drauma, ófétisleg andlit sveimuðu fyrir augum okkar. Skyndilega fannst mér sem ég svifi óraleiðir um loftið. Öðru hverju virtist sem ég væri að hrapa. 1 lokin var ég staddur í svallsam- kvæmi innan um drísildjöfla og ýmiskonar ókindur.“ (H. Marzell: Zauber- pflanzen - Hexentránke. Stuttgart 1963). Belladonna getur valdið örum hjartslætti og valdið þeirri tilfinningu, að maður sé að falla, um það leyti, sem maður er að festa svefn, en sú tilfinning getur síðan haldið áfram sem draumur um flug. Það þarf reyndar ekki lyf til þesskonar tilfinningar, því að hún er mj ög algeng. Ymis lyf og fíknilyf verka mjög á kynhvötina og vekja kynferðislega drauma, og því gátu draumórar virzt sefasjúku og einangruðu fólki raunveruleiki. Á Valborgarmessunótt 1. maí ár hvert, var mikil hátíðasamkunda haldin á Blokkstindi í Harzfjöllum. Þangað streymdu nornirnar úr flestum héröðum Þýzkalands og viðar að. Fræðimenn um galdranornir töldu grúa nornanna mikinn. Fjöldi púka og smádjöfla var þó ennþá meiri, en þeir voru fylgdarmenn og elskhugar norn- anna, sem þær höfðu bundizt samningi við. Höfuðpaurinn sjálfur var þarna kominn, oftast í líki einhverrar skepnu, svo sem geithafurs eða nauts. Stund- um kom hann þarna sem hávaxinn alskeggjaður kolsvartur risi. Nornirnar færðu Satan svört kerti, sem brunnu með bláum loga, en það var fórn þeirra. Helgiathöfnin hófst með því, að púkar tóku að leika á hin undarlegustu hljóðfæri, svo sem hrosskúpur, mannabein, rifbein geithafra 224
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.