Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Síða 47
Níu korn
lágir. Síðan tekur einn undir með öðrum. I nýrri laglínu. Stór hluti fylking-
arinnar hefur sönginn þegar annar hluti er að ljúka ljóðinu. Ómarnir verða
að þungri öldu, sem bylgjast fram og aftur eftir fylkingunni.
Gamli maðurinn ræskir sig og segir hátt, svo það nái stúlkunni:
- Kannski þú takir hann alveg að þér. Það er betra.
Stúlkan tekur við fánanum og hægir ferðina.
- Þetta er allt í lagi, segir maðurinn afsakandi, - þótt ég hafi tvisvar feng-
ið minni fána en áður, eftir því sem ég gamlaðist, er nú svo komið að þetta
kríli yfirbugar kraftana.
- Ég fæ kannski annan minni næst, muldrar hann við sjálfan sig.
Þegar roskinn maðurinn og nýi fánaberinn stansa í göngulok, lítur hann á
hana og segir enn afsakandi:
- Þetta er allt í lagi. Mér virðist svo sem rauðu fánunum fjölgi eftir því
sem minn minnkar. Svo vitum við líka að þeir handan hafsins bera líka svona
fána í dag. Já, þetta er góður dagur þrátt fyrir allt. Hann mætti lita alla hina
daga ársins.
Stúlkan ansar ekki, en brosir þess í stað.
Þau stóðu svo hlið við hlið og hlustuðu á mál manna.
6. Korn. Sápan og eggið.
Kona kom inn í matvörubúð að morgni dags.
Hún leit lauslega yfir vöruúrvalið. Það var erfitt að átta sig á hlutunum,
því öllu ægði saman og marglitar umbúðir varanna voru hver annarri likar.
Hún gekk til kaupmannsins, sem brosti alúðlega við henni.
- Get ég nokkuð aðstoðað frúna? spurði hann.
- Ég er ekki frú, heldur kona, svaraði hún stutt í spuna.
Kaupmaðurinn lyfti brúnum.
- Ég er að leita að þvottaefni, sagði konan.
- Hér hafið þér tuttugu tegundir til að velja úr, sagði þá kaupmaðurinn
og bandaði með hendi.
- Hvað eigið þér margar tegundir af eggjum? spurði konan.
- Eina, svaraði kaupmaðurinn hissa.
- Eru það góð egg?
- Já auðvitað. Öll egg eru eins ef þau eru ný. En vantar frúna ekki þvotta-
efni?
- Jú, svaraði konan, látið mig hafa það ódýrasta.
173