Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Qupperneq 91
Galdrar
myndina, sem síðan tekur á sig mynd óhugnaðarins í gervi ókinda, demóna
sem voru fulltrúar illviljans, eyðendur frjósemi og vaxtar.
Sá djöfull, sem mest var umtalaður á dögum galdrafargsins, var kristin
hugmynd, sem hafði verið að mótast um aldir. Við trúarskiptin ummynduð-
ust ýmsir fornir guðir ýmist í átt til dýrlinga eða djöfla og skógarguðinn Pan
varð á þann hátt gervi þessa kölska, sem miðaldamenn gerðu sér. Upphaf
hugmyndarinnar er að finna í ýmsum bókum Gamlatestamentisins. Þar kenn-
ir áhrifa frá persneskum trúarbrögðum, ásamt hugmynd um illt afl, sem í
upphafi var engill, skapaður af guði, en snerist gegn honum. Gregoríus mikli
páfi taldi engilinn hafa verið erkiengil, en aðrir töldu hann hafa verið ker-
úba, en þeir voru í æðsta flokki engla af níunda stigi. Sumir höfundar telja
Satan hafa verið fyrsta son guðs. Kerúbi þessi á að hafa hrakizt frá guði
vegna drýgðrar syndar, sem hvergi er getið um í biblíunni hver hafi verið.
Því komu fram ýmsar tilgátur um eðli syndarinnar. Athenagoras, sem var
uppi á dögum Markúsar Árelíusar og setti saman varnarrit fyrir kristna
menn árið 177 og sendi keisaranum, taldi að kerúbinn hefði unnið þau verk,
sem honum höfðu verið falin við sköpun heimsins, svo illa og af svo miklum
trassaskap, að hann var hrakinn úr flokki englanna.
Flestir, sem fjölluðu um þessi mál töldu þó hrokann hafa verið aðalástæð-
una fyrir falli erkiengilsins. Meðal þeirra var heilagur Tómas frá Aqvínó.
Þessu til sönnunar var bent á lýsingu Jesaja 14, 13 á hroka Babelskonungs,
og þau orð lögð í munn Satans:
,.Ég vil stíga til himins.
Ofar stjörnum guSs
vil ég reisa veldisstól minn.
A þingfjalli guðanna vil ég setjast að
yzt í norðri.
Ég vil upp stíga ofar skýjaborgum,
gjörast líkur hinum hæsta.“
Origenes kirkjufaðir átti mestan hlut í þessari skoðanamótun og frá því á
þriðju öld varð hún hin sígilda hugmynd um Satan um tíma. Á miðöldum
var paurinn nefndur fleiri nöfnum. Lúsifer þ. e. Ljósberi eða Morgunstjarna
eru heiti fengin úr Jesaja 14, 12.
„Hversu ertu hröpuð af himni
árborna morgunstjarna.
Hversu ertu að velli lagður
undirokari þjóðanna."
Þrátt fyrir þessar kenningar var viðurkennt af flestum kirkjufeðranna, að
217