Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Side 54
Haraldur Jóhannsson
Nyrðra, syðra, vestra
Viðtal við Ingólf Jónsson hrl.
I
— Hvernig sæki ég að þér, Ingólfur?
— Vel, ég var að ljúka við að þýða Járnhœlinn eftir Jack London, lauk
við þýðinguna fyrir viku.
— Það er gaman að heyra. Þetta er ein bezta skáldsaga Jack London.
— Mér finnst hún vera stórkostleg. Irving Stone segir líka hiklaust, að
hún sé bezta bókin, sem Jack London skrifaði nokkru sinni. Hugsaðu þér, að
hann lætur ameríska auðvaldið kasta sprengikúlu inn í þingsal, til að allir
þingmenn jafnaðarmanna verði fangelsaðir. Það kemur lieim og saman við
það, sem gerðist í Þýzkalandi 1933. Og hvað er nú að gerast í Chile?
— Þú ert Norðlendingur, Ingólfur?
— Faðir minn var bóndi á Stóra-Eyrarlandi í Hrafnagilshreppi. Þar var
ég fæddur 28. júní 1892, í bláu stofunni, sem svo var kölluð. Akureyri var
byggð á landi Stóra-Eyrarlands. Fjórðungssjúkrahús Akureyrar stendur á
bæjarstæðinu. Faðir minn hét Jón Friðfinnsson, Jósepssonar Tómassonar
bónda á Hvassafelli, og móðir mín var Þuríður Sesselja Sigurðardóttir frá
Brimnesi í Svarfaðardal. Það eru skáld í þessari ætt. Friðfinnur afi minn var
yngstur 22 barna Jóseps langafa míns, og ólst hann upp hjá bróður sínum,
sem var sextugur, þegar hann fæddist. Jósep langafi minn dó 85 ára gamall
1825, og ég á prentaða grafskrift eftir hann. Einn bróðir Jóseps langafa
míns, sonur Tómasar á Hvassafelli, hét Ólafur, en Rannveig dóttir hans var
móðir Jónasar Hallgrímssonar. Við Jónas erum þannig af þriðja og fjórða.
Faðir minn var níundi ættliður frá Jóni Arasyni. Af þessari ætt er Jóhann
Sigurjónsson og Hannes Hafstein.
— Ólstu upp á Akureyri?
— Arið, sem ég fæddist, fluttust foreldrar mínir búferlum norður á Harð-
bak á Sléttu, sem er nyrztur bær á íslandi. Þar bjuggu þau til 1898, að þau
fluttust aftur til Akureyrar og settust þar að.
— Áttu bernskuminningar frá Harðbak?
— Silungsvatn var rétt við túnfótinn á Harðbak. Strax og ég gat eitthvað
180