Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Blaðsíða 115
Tveir þœttir
Af glæparaönnum þekktum við aðeins einn, en að honum kvað líka mikið,
því hann kálaði átján mönnum, sat fyrir þeim í skarði og brá sveðju átján
sinnum áður en hann var sjálfum kálað. Stundum var þarna voðalegur sult-
ur. En sá sem bragðað hefur hinn snjóhvíta freðfisk undan Jökli, verður
aldrei samur maður. Hvað er nektar og ambrosía, hvað er ultima cena, hvað
er 1350 milljóna veizla Persakonungs á móts við þann fisk? Já hvað er fisk-
urinn sem skeglurnar átu? Og því held ég það að jarðneskir hlutir séu engu
síðri en himneskir, engu síður gagnlegir, engu siður góðir á bragðið. Nema
uppdiktaðir hlutir komist hærra? Samt efast ég um það.
Hve margir sem dagarnir urðu þarna úti í Kolviðarnesi, vildi ekki birta
til né vildi jökullinn sjást, nema fyrsta kvöldið. Þá skein hann hlár og hvítur
í vestri, en til hliðar við hann gulur sólarlagsbjarminn. Víst var þetta fögur
og tilkomumikil sjón og þarf ekki að fjölyrða um það. En það var svo sem
enginn helgisvipur á jöklinum þarna, heldur sýndist hann jafnvel vera úr
jarðnesku grjóti gerður, sást skýrt og í engri móðu, sveif ekki án undirstöðu
eins og hann gerir hérna, óumdeilanlega til.
Af mönnum og fjóllum í Borgarfirði
Flestir hrósa fegurð Borgarfjarðar (vestra), en mig minnir að ég hafi ekki
séð hana, nema hvað einu sinni sá ég sól koma upp í austri og sló fjólubláum
lit á umhverfið. Það var mikið geislamistur í austrinu stundina þá. Annars
hafði ég af mér flestallar sólaruppkomur æskudaganna, fyrir sakir rúmleti
(ekkert rúm átti ég), og mundi þetta ekki svipað því sem að hafa af sér tón-
list veraldarinnar fyrir sakir umkomuleysis sálarinnar (alltaf er maður að
fremja ódæði gagnvart sjálfs sín tilveru, hugvit náttúrunnar síbreytilegt og
ég ætíð að farast hjá. Gott ef maður lendir ekki í hinni ægilegu útskúfunar-
þögn tómleikans, sem er alls sjúkleiks verst, en réttmæt hegning fyrir að gera
líf sitt að fábjánaskap). - Auk sólaruppkomunnar góðu kann vera að jökl-
arnir í austrinu hafi stundum þagað við mig af þvílíkri rósemi, að mér litust
þeir eilífir vera, og líklegt að þetta þagnartal valdi því að ekki lætur mér allt
mannamál jafn vel í eyrum. Nú er Langjökull byrgður bak við Ok og hálsinn
milli Flókadals og Reykjadals nyrðri, Eiríksjökull svipur hjá sjón og snjó-
hettan á Oki horfin að mestu, Fanntófell snjólítið.
En þó að Borgarfjörð skorti þá tign sem hugann hrífur (nema í Þingnesi,
16 tmm 241