Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Qupperneq 3
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR . 35. ÁRG. . 3.-4. HEFTI . DES. 1974
Gunnar Benediktsson
Þórbergur Þórðai son
Kveðjuorð yfir honum látnum
„Að glæða og ala önn fyrir, að framleiða en safna ekki auði, að starfa en
heimta ekki, að mega sín mikils án þess að láta til sín taka - það er æðsta
dyggðin.“
Þannig mælti spekingurinn Lao-tse, sem heilsaði þessum heimi fyrir hálfu
þriðja þúsundi ára í landi morgunroðans, á strönd hafsins mikla, sem teygir
sig milli andstæðustu skauta jarðar. Við orð þessa spekings hefur margur
stöðvazt í leit sinni að ráðningu sjálfrar lífsgátunnar. Það eru ekki nema um
það hil 70 ár síðan að ungur maður fór úr föðurhúsum í afskekktri sveit á
afskekktu eylandi til að leita sárþyrstri sál svölunar í ráðningu gátunnar
miklu um innstu rök lífsins og allrar tilveru. Hann hefur sjálfur sagt okkur
söguna af upphafi þeirrar leitar. Hann leitaði á vit þeirrar menntastofnunar
og þeirra manna, sem hann treysti bezt til að búa yfir þeirri þekkingu, sem
sál hans þyrsti eftir. Þeirri sögu gleymir enginn, sem lesið hefur. Og hún er
ógleymanleg ekki fyrst og fremst fyrir það, að þorsti hans eftir uppsprettu-
lind spekinnar væri svo einstæður, við höfum lesið vitnisburði annarra um
sams konar leit eða heyrt þá af vörum þeirra. En það hefur enginn sagt frá
því eins og hann. Hann leitaði öðrum dýpra að lögmálum þessa þorsta og af
heilli huga, og hann túlkaði öllum öðrum betur, það sem hann vildi segja.
Þórbergur Þórðarson er sá agaðasti persónuleiki, sem ég hef kynnzt. Allir,
sem þar vilja nokkurt orð til mála leggja, taka heils hugar undir það, að
enginn hafi agað mál sitt af meiri einbeitni og heiðarleika en hann eða náð
fullkomnari árangri. En það var aðeins einn þáttur í sjálfsögun hans. Eng-
inn íslendingur hefur gefið þjóð sinni eins nákvæma skýrslu um baráttuna
við sjálfan sig í eins heillandi formi og hann. Hann agaði alla sína manngerð,
þrár sínar og vilja, vitsmuni til rökrænnar hugsunar og skilnings á lögmál-
9 TMM
129