Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Síða 113
Tveir þœttir
slúðursögur og milliburð. Víst er fagurt mannlíí á Snæfellsnesi. Hvar sem ég
flækist huga ég einna helzt að kirkjum. Af þeim fékk ég að sjá þrjár þarna;
Búðakirkju, Hellnakirkju, Ólafsvíkurkirkju. Ég er þá að leita að Heimsmenn-
ingunni, þegar ég skoða kirkjur, og finn þá oftast einhvern vott, en stundum
ekki nema lítinn vott. Ég held þessu hnigni.
Búðakirkja stendur þar sem áður var bert hraunið, nema mosi huldi það
til hálfs. Ekki var með neinu móti unnt að grafa í það hraun, því bændurn-
ir áttu engin amboð sem til þess dugðu. En kirkja skyldi þarna rísa, og lík
skyldi þar grafa, og þetta tókst. En ekki fyrr en eftir tvö ár og allan þann
tíma gerðu bændurnir ekki annað en að bera og bera mold og mold, á sj álf-
um sér mestallt, ofan í eina gjólu þar sem kirkja skyldi standa, og grafið
skyldi í. Seint ætlaði gjótan að fyllast og grunar mig að fordæðuskapur hafi
valdið, en samt þótti að loknum tveimur árum tiltækilegt að reisa kirkjuna,
og þar stendur kirkja, en legsteinn forgöngumannsins og konu hans er enn
undir kirkjuveggnum.
í kirkj uhurðinni er fagur hringur úr eir, og orðinn grænn og letrað á
hann nafn gefandans: Bent Lauridsen, og ártalið 1703. Sú kirkja var vígð
það ár. Síðan liðu tímar og féll kirkjan, og varð ekki endurreist því leyfi
þeirra andlegu feðra fékkst ekki, og voru þeir allir á einu máli um það að
ekki skyldi reisa kirkju á Búðum. Sú kona hét Steinunn, sem fastast sótti á
um endurreisn kirkjunnar, og bauðst hún til að kosta kirkjubygginguna. En
það kom fyrir ekki fyrr en hún sneri sér til konungs með auðmjúku bónar-
ákalli. Síðan lét hún reisa kirkjuna, og setja hringinn í hurðina, og stendur
sú kirkja enn og var vígð 1848. Vonandi hefur þessi atorka enzt Steinunni
til sáluhjálpar að eilífu og hefur margur erfiðað fyrir minni launum. Kirkj-
an er nú farin að verða lasin og það svo að ég vissi ekki fyrri af en ég steig
niður úr gólffjölunum. Víðar sá ég kominn fúa. Fáir koma þar, að því ég
ætla, því annars væri gólfið traðkað í graut. Af Heimsmenningunni var ógn
lítill vottur í kirkju þessari, og því minna fólst af henni í gripunum sem þeir
voru yngri. Nenni ég ekki að tilfæra það.
En hvílík tryggð! Frú Steinunn ætti skilið að vera tekin í tölu helgra
manna, því engin kona né nokkur maður hefur barizt jafngóðri baráttu við
að koma upp kirkju, og skal kirkjan bera nafn hennar og heita Steinunnar-
kirkja. Ekki skal hún falla, heldur skal setja í hana nýtt gólf. Og jarða skal í
moldina, sem svo mikið var haft fyrir að bera að. Ekki skulu slík alúðarverk
falla sem dauð. Og bera skal út úr kirkjunni þau verk sem ekki prýða hana.
Hellnakirkja er utar á nesinnu og öllu stærri og minna fúin. I henni er alt-
239