Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Side 48
Tímarit Máls og menningar
- Já, en það er í svo óhentugum umbúðum og inniheldur ekki nýja ilm-
efnið, andmælti kaupmaðurinn með vandlætingartón í röddinni.
- Agætt, sagði konan þá og seildist eftir buddu sinni.
Um leið og hún borgaði uppsett verð, sagði hún:
- Ég hélt að þér vissuð að hænur stunda ekki samkeppni, sem við neyt-
endur eða þær sjálfar, sem framleiða vöruna, þurfa að standa undir svo han-
arnir geti rigsað um eins og þeir eigi allt.
Kaupmaðurinn gaf viðskiptavini sínum þegjandi til baka og hristi svo höf-
uðið þegar konan hvarf út úr búðinni.
7. Korn. Handan jœribandsins.
Tveir verkamenn.
Færiband í litlum véiasal.
Annar borar göt á járnstengur, sem rykkjast í óstöðvandi fylkingu fram
hjá honum. Blá verkstæðishúfan snýr öfugt á kolli mannsins. Hinn setur
skrúfur í götin, sem félagi hans er nýhúinn að gera. Stór klukka á einum
veggjanna sýnir að tvær mínútur vantar í tvö. Sekúnduvísirinn líður áfram.
Mennirnir líta klukkuna hornauga.
Loks glymur þeim klukkan. Skerandi í gegnum vélardyninn.
Sá húfuvæddi stöðvar færibandið.
Báðir snúa þeir sér að kámugu borði þar sem standa tveir kámugir kaffi-
brúsar og tvær nestistöskur.
Þeir taka upp nestið.
Eta þegjandi í skarkalanum frá vélum allt í kring.
Að aflokinni máltíð fá mennirnir sér í nefið. Sá er boraði hafði kennt
hinurn að snússa sig.
Bormaðurinn segir:
- Heyrðu, ég hef verið að hugleiða þetta sem við lásum lauslega í blaðinu
um daginn. Sjáðu til, sko, mér reiknast til að við tíu hér inni framleiðum á
dag grindur, sem kosta héðan komnar og fullunnar um hundrað þúsund kall.
Hver okkar fær líklega um þúsund kall á dag svo það gera tíu slumm handa
okkur og nítíu handa eigandanum.
- Ja þú segir nokkuð. Fyndist þér ekki rétt að við fengjum hærra kaup
hjá þeim hérna uppi. Ættum við ekki að tala við trúnaðarmanninn, sagði
hinn ákafur.
- Uss, heldurðu að sá refur, sem dinglar rófunni bæði í takt við eigand-
174