Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Qupperneq 67
Nyrðra, syðra, vestra
— Aður en þetta varð, hafði ég byrjað á því. Þegar Davíð Stefánsson,
bekkjarbróðir minn og samstúdent, ætlaði að fara að gefa út fyrstu ljóða-
bók sína, Svartar fjaðrir, barst í tal, hvort ég vildi ekki taka að mér að setja
bókina fyrir hann, en mikið var að gera í Gutenberg fyrir jólin, svo að ég
gerði það. Ég setti bana að vísu ekki alveg alla, því að ýmsir aðrir gripu inn
í setninguna. Tarzan-sögurnar hafði ég gefið út. Þegar ég þýddi þær í Al-
þýðublaðið, hlaut ég ekki laun fyrir þýðinguna, en ég fékk „satsinn“, letrið
uppsett, og braut það um í bókarformi. Gutenberg prentaði sögurnar fyrir
mig, og ég safnaði áskrifendum að þeim. Þeir voru um 1500 í byrjun. Fyrsta
bókin seldist svo vel, að ég þurfti fljótlega að láta endurprenta hana. Tarzan
hélt mér eiginlega gangandi á þessum tíma, því að ekki hafði ég styrk til
neins nema hendur mínar.
—- Hvernig sóttist laganámið?
— Meðan ég var við Alþýðublaðið, 1920-1922, sinnti ég Háskólanum
nær ekkert. Lögin byrjaði ég að lesa um haustið 1923. Þá las ég stanzlaust í
þrjú misseri, jafnframt því sem ég rak prentsmiðjuna með Sigurði. Það lét
ég duga. Áður en ég gekk undir embættispróf 1925, sótti ég tíma hjá Einari
Arnórssyni og Olafi Lárussyni.
— Áttir þú lengi hlut að Prentsmiðju Odds Björnssonar?
— Ári eftir að ég lauk embættisprófi í lögum, seldi ég hlut minn í prent-
smiðjunni, 1926.
VII
— Hvað tók þá við?
— Á Isafirði hugðist Alþýðuflokkurinn ráða bæjarráðsmann. í fyrstu
höfðu þeir augastað á Haraldi Guðmundssyni, en um það leyti var Haraldur
beðinn að taka að sér ritstjórn Alþýðublaðsins. Haraldur taldi, að ritstjórn-
arstörfin mundu láta sér betur. Isfirðingarnir sneru sér þá til mín. Ég tók
boði þeirra og seldi hlut minn í prentverkinu.
— Hvenær komstu til ísafjarðar?
— Það var 26. maí 1926. Ég var bæjarráðsmaður fyrstu fjögur árin, sá
um fjárreiður Isafjarðar og framkvæmdir á vegum bæjarins. Árið 1930
ákvað bærinn að koma á fót stöðu bæjarstjóra. Ég var þá kjörinn bæjarstjóri
og gegndi því starfi í fjögur ár, til 1934.
—■ Hafðir þú enn afskipti af verkalýðsmálum á ísafirði?
— Já, ég tók þátt í verkalýðsmálum á Isafirði. Ég gekk í Baldur. Á þess-
um árum voru ekki einungis verkamenn í verkalýðsfélögum, heldur voru í
13 TMM
193